Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 20:26 Mikill fjöldi kom saman til að fagna þessum síðasta rampi átaksins. Kristinn Ingvarsson Vígslu síðasta rampsins í verkefninu Römpum upp Ísland var fagnað fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag um leið og efnt var til uppskeruhátíðar í Hátíðasal skólans vegna tímamótanna. Í tilkynningu kemur fram að frá því að verkefnið hófst árið 2021 hafi verið reistir 1.756 rampar víðs vegar um landið. Upphaflegt markmið var að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að byggingum vítt og breitt um landið með uppbyggingu 1.000 rampa sem síðan var aukið í 1.500 rampa. Heildarfjöldi rampa fór þannig fram úr þeim áætlunum. Verkefnið hefur auk þess unnist á methraða samkvæmt tilkynningu og er lokið ári á undan áætlun. Viðburðurinn í dag hófst með vígslu síðasta rampsins við Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Í kjölfarið tók við dagskrá í Hátíðasal HÍ þar sem stuðningsaðilar verkefnisins og gestir komu saman til að fagna þessum merka áfanga. Á hátíðinni flutti fjöldi fólks ávörp sem komið hefur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Til máls tóku Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Jón Atli Benediktsson háskólarektor, Bryndís Thors grunnskólanemi og Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi verkefnisins og aðalbakhjarl. Einnig voru í boði tónlistatriði frá KK, krökkum á leikskólanum Bakkaborg og félögum úr Lúðrasveit Reykjavíkur. Jón Atli rektor, Guðni Th. fyrrverandi forseti, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi ráðherra, Haraldur, stofnandi verkefnisins, Bryndís Thors grunnskólanemi og Dagur B., þingmaður.Kristinn Ingvarsson „Aðgengismál eru grundvallarmál í háskólastarfinu því jafnt aðgengi að háskólamenntun felur jafnframt í sér jafnt aðgengi að tækifærum samfélags og atvinnulífs. Þannig eru aðgengismál í skólastarfi eitthvert áhrifamesta samfélagslega jöfnunartæki sem völ er á. Mér skilst að á háskólasvæðinu einu hafi verið gerðir heilir 210 rampar í þessu átaki, Römpum upp Ísland. Það munar um minna,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktsyni, rektor Háskóla Íslands, í tilkynningu. Í tilkynningu segir að verkefnið hafi frá upphafi haft jákvæð áhrif á lífsgæði ótal margra en með því hefur markvisst verið unnið að því að gera byggingar um landið allt aðgengilegri fyrir öll. Fram að þessu hafa flestir rampanna verið byggðir við byggingar einkaaðila en síðustu áfangar verkefnisins hafa verið í samstarfi við opinbera aðila. Rampurinn var vígður í dag. Kristinn Ingvarsson „Með því að vinna saman með ótal aðilum, alls staðar að úr samfélaginu, byggðum við 1.756 rampa. Það eru 1.756 staðir sem fólk sem notar hjólastól getur núna farið að borða, læra, hlæja, versla, kyssast, lifa. Gleðin var við stýrið alla ferðina og gleðin skilaði okkur miklu lengra en bjartsýnustu spár. Takk fyrir okkur,“ sagði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi verkefnisins þegar hann rakti sögu þess og áhrif í HÍ í dag. Síðasti rampurinn er stærstur Rampurinn sem var vígður í dag við Aðalbyggingu HÍ er sá stærsti en á vefsíðunni rampur.is er að finna upplýsingar um alla rampa sem hafa verið reistir og annað sem rampagerðinni viðkemur. Hópurinn, sem stendur að verkefninu, heldur áfram að sinna sérverkefnum sem stuðla að bættu aðgengi, meðal annars að innviðum í Lágafellslaug í samvinnu við Mosfellsbæ og að bættu aðgengi að veitingastöðum við Geirsgötu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Háskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Fyrsti rampurinn vígður á Vestfjörðum í Römpum upp Ísland Fyrsti rampurinn á Vestfjörðum í átakinu Römpum Upp Ísland var vígður í síðustu viku. Rampurinn er sá tólfhundraðasti í röðinni en stefnt er að því að reisa alls 1.500 rampa í átakinu í þágu hreyfihamlaðra fyrir 11. mars 2025. 18. júní 2024 16:41 Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að frá því að verkefnið hófst árið 2021 hafi verið reistir 1.756 rampar víðs vegar um landið. Upphaflegt markmið var að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að byggingum vítt og breitt um landið með uppbyggingu 1.000 rampa sem síðan var aukið í 1.500 rampa. Heildarfjöldi rampa fór þannig fram úr þeim áætlunum. Verkefnið hefur auk þess unnist á methraða samkvæmt tilkynningu og er lokið ári á undan áætlun. Viðburðurinn í dag hófst með vígslu síðasta rampsins við Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Í kjölfarið tók við dagskrá í Hátíðasal HÍ þar sem stuðningsaðilar verkefnisins og gestir komu saman til að fagna þessum merka áfanga. Á hátíðinni flutti fjöldi fólks ávörp sem komið hefur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Til máls tóku Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Jón Atli Benediktsson háskólarektor, Bryndís Thors grunnskólanemi og Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi verkefnisins og aðalbakhjarl. Einnig voru í boði tónlistatriði frá KK, krökkum á leikskólanum Bakkaborg og félögum úr Lúðrasveit Reykjavíkur. Jón Atli rektor, Guðni Th. fyrrverandi forseti, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi ráðherra, Haraldur, stofnandi verkefnisins, Bryndís Thors grunnskólanemi og Dagur B., þingmaður.Kristinn Ingvarsson „Aðgengismál eru grundvallarmál í háskólastarfinu því jafnt aðgengi að háskólamenntun felur jafnframt í sér jafnt aðgengi að tækifærum samfélags og atvinnulífs. Þannig eru aðgengismál í skólastarfi eitthvert áhrifamesta samfélagslega jöfnunartæki sem völ er á. Mér skilst að á háskólasvæðinu einu hafi verið gerðir heilir 210 rampar í þessu átaki, Römpum upp Ísland. Það munar um minna,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktsyni, rektor Háskóla Íslands, í tilkynningu. Í tilkynningu segir að verkefnið hafi frá upphafi haft jákvæð áhrif á lífsgæði ótal margra en með því hefur markvisst verið unnið að því að gera byggingar um landið allt aðgengilegri fyrir öll. Fram að þessu hafa flestir rampanna verið byggðir við byggingar einkaaðila en síðustu áfangar verkefnisins hafa verið í samstarfi við opinbera aðila. Rampurinn var vígður í dag. Kristinn Ingvarsson „Með því að vinna saman með ótal aðilum, alls staðar að úr samfélaginu, byggðum við 1.756 rampa. Það eru 1.756 staðir sem fólk sem notar hjólastól getur núna farið að borða, læra, hlæja, versla, kyssast, lifa. Gleðin var við stýrið alla ferðina og gleðin skilaði okkur miklu lengra en bjartsýnustu spár. Takk fyrir okkur,“ sagði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi verkefnisins þegar hann rakti sögu þess og áhrif í HÍ í dag. Síðasti rampurinn er stærstur Rampurinn sem var vígður í dag við Aðalbyggingu HÍ er sá stærsti en á vefsíðunni rampur.is er að finna upplýsingar um alla rampa sem hafa verið reistir og annað sem rampagerðinni viðkemur. Hópurinn, sem stendur að verkefninu, heldur áfram að sinna sérverkefnum sem stuðla að bættu aðgengi, meðal annars að innviðum í Lágafellslaug í samvinnu við Mosfellsbæ og að bættu aðgengi að veitingastöðum við Geirsgötu í samvinnu við Reykjavíkurborg.
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Háskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Fyrsti rampurinn vígður á Vestfjörðum í Römpum upp Ísland Fyrsti rampurinn á Vestfjörðum í átakinu Römpum Upp Ísland var vígður í síðustu viku. Rampurinn er sá tólfhundraðasti í röðinni en stefnt er að því að reisa alls 1.500 rampa í átakinu í þágu hreyfihamlaðra fyrir 11. mars 2025. 18. júní 2024 16:41 Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03
Fyrsti rampurinn vígður á Vestfjörðum í Römpum upp Ísland Fyrsti rampurinn á Vestfjörðum í átakinu Römpum Upp Ísland var vígður í síðustu viku. Rampurinn er sá tólfhundraðasti í röðinni en stefnt er að því að reisa alls 1.500 rampa í átakinu í þágu hreyfihamlaðra fyrir 11. mars 2025. 18. júní 2024 16:41
Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16