Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar 13. mars 2025 07:02 18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar