Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar 13. mars 2025 07:02 18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar