Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 10:04 Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla. EPA/ALBERTO MARTIN Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. Sænsk-finnska gríngrúppan sigraði keppnina með sjö stigum meira en Måns, sem sigraði Eurovision á sínum tíma með laginu Heroes. Måns hafði fyrir fram verið talinn líklegastur til að sigra keppnina með lag sitt Revolution en grínistarnir í Kaj skutu honum ref fyrir rass, rétt svo. Måns sýndi strax tilfinningar eftir úrslitin en Aftonbladet segir hann hafa hlaupið grátandi út úr græna herberginu eftir að úrslit voru tilkynnt. Siguratriðið hjá Kaj má horfa á hér fyrir neðan. Lét dómnefndina heyra það „Ég er einstaklega vonsvikinn. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi gerast í allan dag. Ég gerði allt sem ég gat en ég get ekki keppt við grínatriði. Það sem ég geri er ekki nærri því líkt því sem þeir gera,“ sagði sársvekktur Måns við sænska ríkisútvarpið í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann ræddi svo við Aftonbladet síðar um kvöldið og hafði enn ekki jafnað sig. „Ég er alls ekki ánægður. Ég er ekki viss um að ég muni gera þetta aftur,“ sagði leikarinn. Hann bætti því við að hann hefði verið hissa að sjá hve mörg stig alþjóðlegar dómnefndir hefðu gefið Kaj. Rétt eins og í Söngvakeppninni, gefa dómnefndir í Melodifestivalen frá hinum ýmsu löndum stig. Kaj fékk einungis tveimur stigum minna en Måns frá dómnefndum og sópaði svo inn stigunum í símaatkvæðagreiðslu. „Ég var í áfalli að sjá að dómnefndirnar gáfu Kaj svona háa einkunn. Ég hljóma eins og ég sé tapsár, en við munum komast að því í maí hvort alþjóðlegu dómnefndirnar völdu rétt.“ Framlag Måns má horfa á hér fyrir neðan. „Kæru þröngsýnu hatarar“ Måns virðist í kjölfarið hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir viðbrögð sín við tapi sínu. Hann birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann tjáði sig um þá gagnrýni og stílaði hana á „þröngsýna hatara“ sína. „Sú staðreynd að ég er svekktur yfir úrslitunum er BARA heilbrigt, er það ekki? Hafið þið einhvern tímann horft upp á íþróttamann lenda í öðru sæti og lýsa því svo yfir að hann sé mjög ánægður? Þetta hlýtur að vera í lagi, er það ekki? Þetta er keppni!“ Måns ræddi ósigurinn einnig við aðdáendasíðuna Wiwibloggs að keppni lokinni. Måns bætir því við að hann samgleðjist gríngrúppunni Kaj. Gengur hann svo langt að segjast elska grúppuna og elska þá félaga. Hann sé hinsvegar hvumsa yfir óheftri reiði og ofsafengnum viðbrögðum í sænska athugasemdakerfinu hjá fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Að halda að það sé í lagi að ausa hatri yfir einhvern í athugasemdum af því að viðkomandi vill sigra keppni sem við öll elskum og vegna þess að ég vil ekkert meira en að vera fulltrúi Svíþjóðar aftur í Eurovision? HVERNIG getur það verið rangt? Er það ekki ástæða þess að við erum hérna? Hvernig þýðir það að ég sé asni? Að ég hafi grátið eftir að pressunni var létt af mér og ekki bara þeirri sem ég upplifði í keppninni, það hlýtur að vera í lagi og það þýðir ekki að ég sé tapsár, er það?“ View this post on Instagram A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow) Svíþjóð Eurovision Tengdar fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Sænsk-finnska gríngrúppan sigraði keppnina með sjö stigum meira en Måns, sem sigraði Eurovision á sínum tíma með laginu Heroes. Måns hafði fyrir fram verið talinn líklegastur til að sigra keppnina með lag sitt Revolution en grínistarnir í Kaj skutu honum ref fyrir rass, rétt svo. Måns sýndi strax tilfinningar eftir úrslitin en Aftonbladet segir hann hafa hlaupið grátandi út úr græna herberginu eftir að úrslit voru tilkynnt. Siguratriðið hjá Kaj má horfa á hér fyrir neðan. Lét dómnefndina heyra það „Ég er einstaklega vonsvikinn. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi gerast í allan dag. Ég gerði allt sem ég gat en ég get ekki keppt við grínatriði. Það sem ég geri er ekki nærri því líkt því sem þeir gera,“ sagði sársvekktur Måns við sænska ríkisútvarpið í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann ræddi svo við Aftonbladet síðar um kvöldið og hafði enn ekki jafnað sig. „Ég er alls ekki ánægður. Ég er ekki viss um að ég muni gera þetta aftur,“ sagði leikarinn. Hann bætti því við að hann hefði verið hissa að sjá hve mörg stig alþjóðlegar dómnefndir hefðu gefið Kaj. Rétt eins og í Söngvakeppninni, gefa dómnefndir í Melodifestivalen frá hinum ýmsu löndum stig. Kaj fékk einungis tveimur stigum minna en Måns frá dómnefndum og sópaði svo inn stigunum í símaatkvæðagreiðslu. „Ég var í áfalli að sjá að dómnefndirnar gáfu Kaj svona háa einkunn. Ég hljóma eins og ég sé tapsár, en við munum komast að því í maí hvort alþjóðlegu dómnefndirnar völdu rétt.“ Framlag Måns má horfa á hér fyrir neðan. „Kæru þröngsýnu hatarar“ Måns virðist í kjölfarið hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir viðbrögð sín við tapi sínu. Hann birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann tjáði sig um þá gagnrýni og stílaði hana á „þröngsýna hatara“ sína. „Sú staðreynd að ég er svekktur yfir úrslitunum er BARA heilbrigt, er það ekki? Hafið þið einhvern tímann horft upp á íþróttamann lenda í öðru sæti og lýsa því svo yfir að hann sé mjög ánægður? Þetta hlýtur að vera í lagi, er það ekki? Þetta er keppni!“ Måns ræddi ósigurinn einnig við aðdáendasíðuna Wiwibloggs að keppni lokinni. Måns bætir því við að hann samgleðjist gríngrúppunni Kaj. Gengur hann svo langt að segjast elska grúppuna og elska þá félaga. Hann sé hinsvegar hvumsa yfir óheftri reiði og ofsafengnum viðbrögðum í sænska athugasemdakerfinu hjá fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Að halda að það sé í lagi að ausa hatri yfir einhvern í athugasemdum af því að viðkomandi vill sigra keppni sem við öll elskum og vegna þess að ég vil ekkert meira en að vera fulltrúi Svíþjóðar aftur í Eurovision? HVERNIG getur það verið rangt? Er það ekki ástæða þess að við erum hérna? Hvernig þýðir það að ég sé asni? Að ég hafi grátið eftir að pressunni var létt af mér og ekki bara þeirri sem ég upplifði í keppninni, það hlýtur að vera í lagi og það þýðir ekki að ég sé tapsár, er það?“ View this post on Instagram A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow)
Svíþjóð Eurovision Tengdar fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19