Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. mars 2025 15:01 Vilhjálmur spyr hvort 170 prósent hækkun launa á þremur árum sé í anda félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar, sem flokkur hennar kenni sig við. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi. Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi.
Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira