Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar 8. mars 2025 14:30 Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun