Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 06:52 Selenskí fékk allt aðrar viðtökur í Brussel í gær en hann fékk í Washington. AP/Omar Havana Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars að harkaleg viðbrögð Rússa við því að vera kallaðir „tilvistarleg ógn“ við Evrópu væri aðeins til marks um að þeir hefðu verið afhjúpaðir. Macron, sem hafði áður sagt að Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir. Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn. „Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Athygli vekur að einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað að leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars að það væri forsenda viðræðna að Rússar væru raunverulega reiðubúnir til að binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á að þeir væru enn að auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann. Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður að veruleika en um er að ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til að auka útgjöld sín. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars að harkaleg viðbrögð Rússa við því að vera kallaðir „tilvistarleg ógn“ við Evrópu væri aðeins til marks um að þeir hefðu verið afhjúpaðir. Macron, sem hafði áður sagt að Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir. Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn. „Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Athygli vekur að einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað að leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars að það væri forsenda viðræðna að Rússar væru raunverulega reiðubúnir til að binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á að þeir væru enn að auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann. Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður að veruleika en um er að ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til að auka útgjöld sín.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira