Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 11:01 Ísland tryggði sig inn á EM í þriðja sinn með mögnuðum sigri gegn Tyrklandi fyrir rúmri viku. vísir/Anton Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Katowice í Póllandi og því ljóst að Íslendingar munu flykkjast þangað þegar EM hefst 27. ágúst, rétt eins og þeir gerðu þegar Ísland komst á EM 2015 og 2017. EM fer fram í fjórum löndum og mátti hvert þeirra velja sér eina þjóð í sinn riðil. Lettland valdi Eistland, Finnland valdi Litháen og Kýpur valdi Grikkland. KKÍ ræddi við hina gestgjafana en samdi á endanum við Pólverja sem voru síðastir að ákveða sig. FIBA Europe hefur nú lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Pólland og Ísland verða samstarfsþjóðir á EM sem hefst 27. ágúst.FIBA Europe Mikill áhugi á leikjum Íslands „Við vitum núna strax hvar við verðum á EM,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Á næstu dögum getum við því farið að skoða miðasölu á mótið, vinna það með okkar samstarfsaðilum á borð við Icelandair upp á pakkaferðir að gera. Við erum þá allavegana á undan öllum öðrum þjóðum sem að verða í Póllandi að gera þetta, getum farið að skipuleggja okkur.“ Ísland mun spila í hinni glæsilegu Spodek höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands að sögn Hannesar og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum. Fá betri aðstöðu og lægri reikning „Við verðum með sérstakt Íslendingasvæði og margt í framkvæmdinni sem við fáum að vera með puttana í sem gerir okkar íslensku áhorfendum auðveldara að mæta á svæðið og hafa gaman. Svo er það hitt. Það er líka körfuboltalega séð margt jákvætt í þessu. Við fáum aðeins betri og stærri aðstöðu á hótelinu, þá er þetta aðeins jákvætt fjárhagslega. Við sömdum við Pólverjana með það meðal annars í huga. Á alla kanta er þetta í raun jákvætt. En það sem mestu skiptir er að áður en dregið verður í riðla í lok mars getum við verið farin af stað með miðasöluna, sölu á pakkaferðum og aðra vinnu svo við getum tryggt að sem flestir áhorfendur frá Íslandi geti komist á mótið.“ Þá er samkomulagið jákvætt upp á kostnað KKÍ vegna þátttöku á mótinu að gera. „Stutta útfærslan er sú að þeir taka aðeins meiri þátt í kostnaði viðveru okkar í Póllandi. Það verður ódýrara fyrir okkur að borga reikninginn þegar að við förum heim,“ segir Hannes. Slóvenar eina lausa liðið úr flokki tvö Slóvenar verða í riðli Íslands vegna þess að þeir eru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki, fyrst búið er að raða Lettlandi, Litháen og Grikklandi í riðla. Það ræðst svo í drættinum 27. mars hvaða þrjú lið til viðbótar verða í riðli með Íslandi, Póllandi og Slóveníu. Í riðilinn vantar lið úr efsta styrkleikaflokki, fjórða og fimmta flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn 27. mars.FIBA Hvaða lið bætast í riðilinn? Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki, ásamt Svíþjóð, Portúgal og Kýpur, þrátt fyrir að hafa endað fyrir ofan Tyrkland í næstefsta sæti síns undanriðils. Raðað var í styrkleikaflokka út frá nýjasta heimslista FIBA. Liðin sem Ísland gæti fengið úr efsta flokki eru: Serbía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. Úr fjórða flokki gætu komið: Georgía, Tyrkland eða Ísrael. Úr fimmta flokki gætu komið: Belgía, Bosnía eða Bretland. Höll sem handboltalið Íslands spilaði í Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noregi í fyrsta leik. Katowice er um það bil 300.000 manna borg í suðurhluta Póllands, nærri landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu, en alls búa hátt í 2 milljónir manna á Katowice-svæðinu. Borgin er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Kraká. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Riðillinn verður spilaður í Katowice í Póllandi og því ljóst að Íslendingar munu flykkjast þangað þegar EM hefst 27. ágúst, rétt eins og þeir gerðu þegar Ísland komst á EM 2015 og 2017. EM fer fram í fjórum löndum og mátti hvert þeirra velja sér eina þjóð í sinn riðil. Lettland valdi Eistland, Finnland valdi Litháen og Kýpur valdi Grikkland. KKÍ ræddi við hina gestgjafana en samdi á endanum við Pólverja sem voru síðastir að ákveða sig. FIBA Europe hefur nú lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Pólland og Ísland verða samstarfsþjóðir á EM sem hefst 27. ágúst.FIBA Europe Mikill áhugi á leikjum Íslands „Við vitum núna strax hvar við verðum á EM,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Á næstu dögum getum við því farið að skoða miðasölu á mótið, vinna það með okkar samstarfsaðilum á borð við Icelandair upp á pakkaferðir að gera. Við erum þá allavegana á undan öllum öðrum þjóðum sem að verða í Póllandi að gera þetta, getum farið að skipuleggja okkur.“ Ísland mun spila í hinni glæsilegu Spodek höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands að sögn Hannesar og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum. Fá betri aðstöðu og lægri reikning „Við verðum með sérstakt Íslendingasvæði og margt í framkvæmdinni sem við fáum að vera með puttana í sem gerir okkar íslensku áhorfendum auðveldara að mæta á svæðið og hafa gaman. Svo er það hitt. Það er líka körfuboltalega séð margt jákvætt í þessu. Við fáum aðeins betri og stærri aðstöðu á hótelinu, þá er þetta aðeins jákvætt fjárhagslega. Við sömdum við Pólverjana með það meðal annars í huga. Á alla kanta er þetta í raun jákvætt. En það sem mestu skiptir er að áður en dregið verður í riðla í lok mars getum við verið farin af stað með miðasöluna, sölu á pakkaferðum og aðra vinnu svo við getum tryggt að sem flestir áhorfendur frá Íslandi geti komist á mótið.“ Þá er samkomulagið jákvætt upp á kostnað KKÍ vegna þátttöku á mótinu að gera. „Stutta útfærslan er sú að þeir taka aðeins meiri þátt í kostnaði viðveru okkar í Póllandi. Það verður ódýrara fyrir okkur að borga reikninginn þegar að við förum heim,“ segir Hannes. Slóvenar eina lausa liðið úr flokki tvö Slóvenar verða í riðli Íslands vegna þess að þeir eru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki, fyrst búið er að raða Lettlandi, Litháen og Grikklandi í riðla. Það ræðst svo í drættinum 27. mars hvaða þrjú lið til viðbótar verða í riðli með Íslandi, Póllandi og Slóveníu. Í riðilinn vantar lið úr efsta styrkleikaflokki, fjórða og fimmta flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn 27. mars.FIBA Hvaða lið bætast í riðilinn? Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki, ásamt Svíþjóð, Portúgal og Kýpur, þrátt fyrir að hafa endað fyrir ofan Tyrkland í næstefsta sæti síns undanriðils. Raðað var í styrkleikaflokka út frá nýjasta heimslista FIBA. Liðin sem Ísland gæti fengið úr efsta flokki eru: Serbía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. Úr fjórða flokki gætu komið: Georgía, Tyrkland eða Ísrael. Úr fimmta flokki gætu komið: Belgía, Bosnía eða Bretland. Höll sem handboltalið Íslands spilaði í Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noregi í fyrsta leik. Katowice er um það bil 300.000 manna borg í suðurhluta Póllands, nærri landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu, en alls búa hátt í 2 milljónir manna á Katowice-svæðinu. Borgin er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Kraká.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02