Vonast til að geta átt gott samband við Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 18:08 Selenskí segir stuðning Bandaríkjanna afgerandi í stríðinu við Rússland. AP/Jose Luis Magana Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira