Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar 1. mars 2025 10:02 Á síðustu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir því að „frelsa áfengið“ (eins og það ríki eitthvert neyðarástand í sölu áfengis) þ.m.t. að lögleiða áfengisnetsölu, smásölu af lager innanlands og kalla það „erlenda netsölu“ m.m. Sú sala er ólögleg eins og margsinnis hefur komið fram í lögfræðiálitum og í sambærilegum erlendum dómafordæmum eins og dómi hæstaréttar Svíþjóðar í Winefinder málinu. Þetta er því ekki bara mat Breiðfylkingar forvarnarsamtaka sem ég tilheyri sem og ÁTVR, lögin eru algerlega skýr. Drög að frumvörpum í því skyni að breyta sölufyrirkomulagi hafa verið sett í samráðsgátt af nokkrum Sjálfstæðisflokksráðherrum s.s. Jóni Gunnarssyni, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en ekkert þeirra rataði inn í þingið vegna andstöðu þáverandi samstarfsflokka í ríkisstjórn, Framsóknar og VG. Frumvörp af þessum toga eru orðin þreyttust frumvörp þingsögunnar, hafa verið lögð fram í einni eða annarri mynd 12-13 sinnum en aldrei hlotið brautargengi 16. júní 2020 Með lögum skal land byggja. ÁTVR kærði netsöluaðila á áfengi þann 16. júní 2020 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Engin niðurstaða er komin í það mál hjá lögreglunni. Það er með ólíkindum að liðinn eru tæp fimm ár síðan og ekkert bólar á lyktum þrátt fyrir að ríkissaksóknari hafi hnippt í lögregluna fyrir tæpu ári síðan. Í 18. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 segir að ákærendur séu m.a. ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar. Ákærendur eigi að tryggja að þeir sem afbrot fremja verði beittir viðurlögum. Þeir skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Svo segir “Þeim ber jafnframt að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er.” 14. júní 2023 Hverju veldur þessi dráttur? Þeir sem hafa farið fremstir í að breiða skipulega út að þessi netsala sé lögleg haga áróðri sínum með svipuðum hætti og tóbaksiðnaðurinn gerði og gerir, hafna gagnreyndri þekkingu, gefa ekkert fyrir vísindi og fresta þess að stýra umræðunni í kraft fjármagns og áhrifa. Skoðanir Jóns Gunnarssonar þáverandi dómsmálaráðherra, æðsta yfirmanns lögreglumála, meðhöndlaður eins lög sbr. frétt í mbl.is þann 14. júní 2023. Yfirskrift fréttarinnar var Vefverslun með áfengi er lögmæt. Þar segir ráðherra „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Hér hafa verið margar vefverslanir með áfengi um nokkurra ára skeið og þetta hefur gengið vel.“ Einstök yfirlýsing þar sem aðrir samsinnungar, dómsmálaráðherrar flokksins, hafa gert greinamun á skoðunum sínum og staðreyndum. Ekkert þeirra gefið út yfirlýsingum um lögmæti, þau vita sem er, enda ef svo væri þá er alger óþarfi að leggja fram frumvarp eftir frumvarp um að lögleiða fyrirkomulagið. Strax eftir þessar „lögskýringar“ ráðherrans fagnaði framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda innilega og sagði í grein á Vísi að það sé fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið út skýra yfirlýsingu um að þessi netverslun með áfengi sé lögleg. Hagsmunir FA augljósir, gróðavænleg viðskipti með tilheyrandi arðsemi fyrir viðkomandi fyrirtæki sem ekki standa undir kostnaði af afleiðingum áfengissölunnar en það gera skattgreiðendur, við almenningur. Ekki ætla ég að fullyrða að rannsókn lögreglunnar og sá gríðarlega langi tími sem tekur að rannsaka tiltölulega einfalt og augljóst lögbrot helgist af skoðunum og „lögskýringum“ f.v. dómsmálráherra eða skoðunum hinna? Sem þegn í þokkalega siðuðu samfélagi neita ég að trúa því að svo sé. Vonandi klárar lögreglan á höfuðborgasvæðinu kæruna núna þegar að andi fyrrum ráðamanna svífur ekki lengur yfir vötnum, ef það hefur verið einhver hindrun. 16. júní 2025 Þann 16. júní í ár þá verða liðin fimm ár frá því að kæran var lögð fram. Vonandi verður búið að gefa út ákæru fyrir þann tíma og rannsókn málsins lokið. En ef ekki þá er dagurinn okkur þörf áminning um að kerfi, í þessu tilfelli löggæslan, virkar ekki sem skildi og bregst mikilvægu hlutverki sínu. Óháð því þá er alltaf tilefni til þess að efna til umræðu um þessi mikilvægu mál, vernd barna og lýðheilsu. „Fimm ára afmæli“ rannsóknarinnar er ágætur dagur til þess. Af því tilefni munu Breiðfylking forvarnasamtaka, samtökin eru Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, standa fyrir málþingi undir yfirskriftinni Lýðheilsa og áfengi. Þar verður farið yfir skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu, sem gefin var út 3. febrúar sl og fleira þessu tengt. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, sem hefur einstaka þekkingu í málaflokknum mun ávarpa þingið ásamt fleira fólki sem lætur sig vernd barna og lýðheilsu varða. Það er von okkar að sem flestir mæti á málþingið. Vernd barna og ungmenna, almenn lýðheilsusjónarmið eru raunveruleg verðmæti sem standa þarf vörð um. Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Árni Guðmundsson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir því að „frelsa áfengið“ (eins og það ríki eitthvert neyðarástand í sölu áfengis) þ.m.t. að lögleiða áfengisnetsölu, smásölu af lager innanlands og kalla það „erlenda netsölu“ m.m. Sú sala er ólögleg eins og margsinnis hefur komið fram í lögfræðiálitum og í sambærilegum erlendum dómafordæmum eins og dómi hæstaréttar Svíþjóðar í Winefinder málinu. Þetta er því ekki bara mat Breiðfylkingar forvarnarsamtaka sem ég tilheyri sem og ÁTVR, lögin eru algerlega skýr. Drög að frumvörpum í því skyni að breyta sölufyrirkomulagi hafa verið sett í samráðsgátt af nokkrum Sjálfstæðisflokksráðherrum s.s. Jóni Gunnarssyni, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en ekkert þeirra rataði inn í þingið vegna andstöðu þáverandi samstarfsflokka í ríkisstjórn, Framsóknar og VG. Frumvörp af þessum toga eru orðin þreyttust frumvörp þingsögunnar, hafa verið lögð fram í einni eða annarri mynd 12-13 sinnum en aldrei hlotið brautargengi 16. júní 2020 Með lögum skal land byggja. ÁTVR kærði netsöluaðila á áfengi þann 16. júní 2020 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Engin niðurstaða er komin í það mál hjá lögreglunni. Það er með ólíkindum að liðinn eru tæp fimm ár síðan og ekkert bólar á lyktum þrátt fyrir að ríkissaksóknari hafi hnippt í lögregluna fyrir tæpu ári síðan. Í 18. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 segir að ákærendur séu m.a. ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar. Ákærendur eigi að tryggja að þeir sem afbrot fremja verði beittir viðurlögum. Þeir skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Svo segir “Þeim ber jafnframt að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er.” 14. júní 2023 Hverju veldur þessi dráttur? Þeir sem hafa farið fremstir í að breiða skipulega út að þessi netsala sé lögleg haga áróðri sínum með svipuðum hætti og tóbaksiðnaðurinn gerði og gerir, hafna gagnreyndri þekkingu, gefa ekkert fyrir vísindi og fresta þess að stýra umræðunni í kraft fjármagns og áhrifa. Skoðanir Jóns Gunnarssonar þáverandi dómsmálaráðherra, æðsta yfirmanns lögreglumála, meðhöndlaður eins lög sbr. frétt í mbl.is þann 14. júní 2023. Yfirskrift fréttarinnar var Vefverslun með áfengi er lögmæt. Þar segir ráðherra „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Hér hafa verið margar vefverslanir með áfengi um nokkurra ára skeið og þetta hefur gengið vel.“ Einstök yfirlýsing þar sem aðrir samsinnungar, dómsmálaráðherrar flokksins, hafa gert greinamun á skoðunum sínum og staðreyndum. Ekkert þeirra gefið út yfirlýsingum um lögmæti, þau vita sem er, enda ef svo væri þá er alger óþarfi að leggja fram frumvarp eftir frumvarp um að lögleiða fyrirkomulagið. Strax eftir þessar „lögskýringar“ ráðherrans fagnaði framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda innilega og sagði í grein á Vísi að það sé fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið út skýra yfirlýsingu um að þessi netverslun með áfengi sé lögleg. Hagsmunir FA augljósir, gróðavænleg viðskipti með tilheyrandi arðsemi fyrir viðkomandi fyrirtæki sem ekki standa undir kostnaði af afleiðingum áfengissölunnar en það gera skattgreiðendur, við almenningur. Ekki ætla ég að fullyrða að rannsókn lögreglunnar og sá gríðarlega langi tími sem tekur að rannsaka tiltölulega einfalt og augljóst lögbrot helgist af skoðunum og „lögskýringum“ f.v. dómsmálráherra eða skoðunum hinna? Sem þegn í þokkalega siðuðu samfélagi neita ég að trúa því að svo sé. Vonandi klárar lögreglan á höfuðborgasvæðinu kæruna núna þegar að andi fyrrum ráðamanna svífur ekki lengur yfir vötnum, ef það hefur verið einhver hindrun. 16. júní 2025 Þann 16. júní í ár þá verða liðin fimm ár frá því að kæran var lögð fram. Vonandi verður búið að gefa út ákæru fyrir þann tíma og rannsókn málsins lokið. En ef ekki þá er dagurinn okkur þörf áminning um að kerfi, í þessu tilfelli löggæslan, virkar ekki sem skildi og bregst mikilvægu hlutverki sínu. Óháð því þá er alltaf tilefni til þess að efna til umræðu um þessi mikilvægu mál, vernd barna og lýðheilsu. „Fimm ára afmæli“ rannsóknarinnar er ágætur dagur til þess. Af því tilefni munu Breiðfylking forvarnasamtaka, samtökin eru Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, standa fyrir málþingi undir yfirskriftinni Lýðheilsa og áfengi. Þar verður farið yfir skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu, sem gefin var út 3. febrúar sl og fleira þessu tengt. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, sem hefur einstaka þekkingu í málaflokknum mun ávarpa þingið ásamt fleira fólki sem lætur sig vernd barna og lýðheilsu varða. Það er von okkar að sem flestir mæti á málþingið. Vernd barna og ungmenna, almenn lýðheilsusjónarmið eru raunveruleg verðmæti sem standa þarf vörð um. Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun