Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 08:35 Mikil óvissa ríkir meðal transfólks bæði í Bandaríkjunum og erlendis vegna tilskipana stjórnvalda er varða vegabréf og vegabréfsáritanir. Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna. Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að Hinsegin kórinn hefði hætt við þátttöku í World Pride sem fram fer í Washington D.C. í sumar. Áhyggjur eru uppi um að kynsegin meðlimum kórsins verði ekki hleypt inn í landið. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúar geta Bandaríkjamenn nú aðeins verið „karl“ eða „kona“ í opinberum gögnum og á persónuskilríkjum á borð við vegabréf. Aðför forsetans gegn trans fólki nýtur töluverðs stuðnings meðal Repúblikana. Á myndinni má sjá þingmanninn Ronny Jackson frá Texas lýsa velþóknun sinni.Getty/Andrew Harnik Fréttastofa sendi fyrirspurn á sendiráð Bandaríkjanna og spurði fjögurra spurninga: Getur fólk verið viss um að vera hleypt inn í Bandaríkin ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfi sínu? Er X/annað valkostur á ESTA umsóknareyðublöðunum? Getur fólk verið visst um að lenda ekki í vandræðum ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfinu sínu en neyðist til að velja „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum vestanhafs? Þá sagði í fyrirspurninni að kynsegin fólk óttaðist að jafnvel þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu gefið út að kynsegin fólk yrði ekki hindrað í því að koma til landsins, þá yrði það fyrir áreitni og jafnvel hindrunum að hálfu landamæravarða. Gæti fólk verið öruggt um að komast inn í landið með vegabréf sem samræmdust ekki kynjatvíhyggju stjórnvalda? Engar leiðbeiningar gefnar út enn sem komið er Sendiráðið gaf ekki svar við einstaka spurningum heldur ítrekaði að Tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefði umsjón með úthlutun vegabréfsáritana og ESTA-heimilda. Stofnunin hefði ekki gefið út leiðbeiningar hvað þetta varðaði. Þá var vísað á fréttavef stofnunarinnar. „The Visa Waiver/ESTA Program is administered by the U.S. Department of Homeland Security, specifically the U.S. Customs and Border Protection (CBP) agency. CBP has not issued any guidance yet about these questions. We recommend you check the newsroom of their website (https://www.cbp.gov/newsroom) frequently for the most up-to-date information.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki gefið út ráðleggingar til erlendra kynsegin ferðamanna í kjölfar breytinganna, er enn að finna á vef utanríkisráðuneytisins ráðleggingar til hinsegin Bandaríkjamanna um ferðalög erlendis. Þar hefur fyrirsögninni hins vegar verið breytt til að endurspegla nýja stefnu og talað um „LGB ferðalanga“ í stað „LGBTQI+ ferðalanga“. Kynsegin fólk hefur þannig verið máð út en í textanum er talað um að „mörg ríki“ samþykki ekki aðra skráningu en „karl“ eða „kona“ í vegabréfum, án þess að geta þess að Bandaríkin séu nú þeirra á meðal. Höfða mál gegn ríkinu Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að gefnar verði út leiðbeiningar til erlendra kynsegin ferðamanna. Eins og fram kom í umfjöllun fréttastofu í síðustu viku eru margir uggandi vegna stöðu mála, bæði hvað varðar öryggi í Bandaríkjunum og möguleikann á því að vera stöðvaður við landamærin. American Civil Liberties Union hefur höfðað mál fyrir hönd sjö einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vegabréfin sín eftir að Trump gaf það út að nú væru aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum og að þau ákvörðuðust við fæðingu. Efnt var til athafnar í New York um síðustu helgi, til að minnast Sam Nordquist og tveggja annarra trans einstaklinga sem voru myrtir á árinu.Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein NPR hefur greint frá einu slíku máli, sem varðar trans mann sem sótti um nýtt vegabréf eftir að Trump tók embætti. Vegabréfið hans var ekki útrunnið en hann vildi fá nýtt sem endurspeglaði rétt nafn og kyn, rétt eins og önnur persónuskilríki sem hann hafði þegar fengið breytt. Louie, eins og hann er kallaður í umfjöllun NPR, fékk nýtt vegabréf með réttu nafni en er enn skráður „kona“. Hann er meðal þeirra sem óttast afleiðingar þess að vegabréfið hans segir hann „konu“ en önnur skilríki, og útlitið, endurspegla að hann er karl. Áður en Trump komst aftur til valda gat kynsegin fólk valið kynskráninguna „X“ í vegabréfinu, líkt og tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi og víðar. Sérstaklega sótt að trans íþróttafólki Nýjustu vendingar áttu sér stað í gær, þegar Guardian greindi frá því að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði fyrirskipað embættismönnum sínum um allan heim að neita trans íþróttafólki sem hyggst taka þátt í keppnum vestanhafs um vegabréfsáritun. Þá eiga þeir yfir höfði sér ævilangt bann frá því að koma til Bandaríkjanna sem taldir eru hafa greint ranglega frá um líffræðilegt kyn sitt á umsókn um vegabréfsáritun. Um er að ræða bann á grundvelli lagagreinar sem hefur hingað til verið beitt gegn þeim sem beita svikum til að komast inn í landið. Forsetinn umkringdi sig konum og stúlkum þegar hann undirritaði tilskipun um bann gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum.Getty/Andrew Harnik Í tilskipuninni frá utanríkisráðherranum Marco Rubio segir að embættismönnum beri að taka það til athugunar hvort rétt sé að meina einstaklingum um að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir „segja ósatt“ um kyn sitt eða tilgang ferðar sinnar til landsins. Bandaríkjaforseti hefur nú þegar bannað trans konum að keppa í kvennaíþróttum og þá skipaði hann Rubio að greina Ólympíunefndinni frá því að Bandaríkin myndu „ekki standa hjá og horf á karla berja kvenkyns íþróttamenn“. Áætlanir gera ráð fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Los Angeles árið 2028. Svo virðist sem umrædd tilskipun frá utanríkisráðuneytinu eigi aðallega við um vegabréfsáritanir vegna þátttöku á íþróttamótum en hún hlýtur að valda enn frekari óvissu meðal trans íþróttafólks og annars trans fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í öðrum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að Hinsegin kórinn hefði hætt við þátttöku í World Pride sem fram fer í Washington D.C. í sumar. Áhyggjur eru uppi um að kynsegin meðlimum kórsins verði ekki hleypt inn í landið. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúar geta Bandaríkjamenn nú aðeins verið „karl“ eða „kona“ í opinberum gögnum og á persónuskilríkjum á borð við vegabréf. Aðför forsetans gegn trans fólki nýtur töluverðs stuðnings meðal Repúblikana. Á myndinni má sjá þingmanninn Ronny Jackson frá Texas lýsa velþóknun sinni.Getty/Andrew Harnik Fréttastofa sendi fyrirspurn á sendiráð Bandaríkjanna og spurði fjögurra spurninga: Getur fólk verið viss um að vera hleypt inn í Bandaríkin ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfi sínu? Er X/annað valkostur á ESTA umsóknareyðublöðunum? Getur fólk verið visst um að lenda ekki í vandræðum ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfinu sínu en neyðist til að velja „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum vestanhafs? Þá sagði í fyrirspurninni að kynsegin fólk óttaðist að jafnvel þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu gefið út að kynsegin fólk yrði ekki hindrað í því að koma til landsins, þá yrði það fyrir áreitni og jafnvel hindrunum að hálfu landamæravarða. Gæti fólk verið öruggt um að komast inn í landið með vegabréf sem samræmdust ekki kynjatvíhyggju stjórnvalda? Engar leiðbeiningar gefnar út enn sem komið er Sendiráðið gaf ekki svar við einstaka spurningum heldur ítrekaði að Tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefði umsjón með úthlutun vegabréfsáritana og ESTA-heimilda. Stofnunin hefði ekki gefið út leiðbeiningar hvað þetta varðaði. Þá var vísað á fréttavef stofnunarinnar. „The Visa Waiver/ESTA Program is administered by the U.S. Department of Homeland Security, specifically the U.S. Customs and Border Protection (CBP) agency. CBP has not issued any guidance yet about these questions. We recommend you check the newsroom of their website (https://www.cbp.gov/newsroom) frequently for the most up-to-date information.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki gefið út ráðleggingar til erlendra kynsegin ferðamanna í kjölfar breytinganna, er enn að finna á vef utanríkisráðuneytisins ráðleggingar til hinsegin Bandaríkjamanna um ferðalög erlendis. Þar hefur fyrirsögninni hins vegar verið breytt til að endurspegla nýja stefnu og talað um „LGB ferðalanga“ í stað „LGBTQI+ ferðalanga“. Kynsegin fólk hefur þannig verið máð út en í textanum er talað um að „mörg ríki“ samþykki ekki aðra skráningu en „karl“ eða „kona“ í vegabréfum, án þess að geta þess að Bandaríkin séu nú þeirra á meðal. Höfða mál gegn ríkinu Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að gefnar verði út leiðbeiningar til erlendra kynsegin ferðamanna. Eins og fram kom í umfjöllun fréttastofu í síðustu viku eru margir uggandi vegna stöðu mála, bæði hvað varðar öryggi í Bandaríkjunum og möguleikann á því að vera stöðvaður við landamærin. American Civil Liberties Union hefur höfðað mál fyrir hönd sjö einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vegabréfin sín eftir að Trump gaf það út að nú væru aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum og að þau ákvörðuðust við fæðingu. Efnt var til athafnar í New York um síðustu helgi, til að minnast Sam Nordquist og tveggja annarra trans einstaklinga sem voru myrtir á árinu.Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein NPR hefur greint frá einu slíku máli, sem varðar trans mann sem sótti um nýtt vegabréf eftir að Trump tók embætti. Vegabréfið hans var ekki útrunnið en hann vildi fá nýtt sem endurspeglaði rétt nafn og kyn, rétt eins og önnur persónuskilríki sem hann hafði þegar fengið breytt. Louie, eins og hann er kallaður í umfjöllun NPR, fékk nýtt vegabréf með réttu nafni en er enn skráður „kona“. Hann er meðal þeirra sem óttast afleiðingar þess að vegabréfið hans segir hann „konu“ en önnur skilríki, og útlitið, endurspegla að hann er karl. Áður en Trump komst aftur til valda gat kynsegin fólk valið kynskráninguna „X“ í vegabréfinu, líkt og tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi og víðar. Sérstaklega sótt að trans íþróttafólki Nýjustu vendingar áttu sér stað í gær, þegar Guardian greindi frá því að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði fyrirskipað embættismönnum sínum um allan heim að neita trans íþróttafólki sem hyggst taka þátt í keppnum vestanhafs um vegabréfsáritun. Þá eiga þeir yfir höfði sér ævilangt bann frá því að koma til Bandaríkjanna sem taldir eru hafa greint ranglega frá um líffræðilegt kyn sitt á umsókn um vegabréfsáritun. Um er að ræða bann á grundvelli lagagreinar sem hefur hingað til verið beitt gegn þeim sem beita svikum til að komast inn í landið. Forsetinn umkringdi sig konum og stúlkum þegar hann undirritaði tilskipun um bann gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum.Getty/Andrew Harnik Í tilskipuninni frá utanríkisráðherranum Marco Rubio segir að embættismönnum beri að taka það til athugunar hvort rétt sé að meina einstaklingum um að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir „segja ósatt“ um kyn sitt eða tilgang ferðar sinnar til landsins. Bandaríkjaforseti hefur nú þegar bannað trans konum að keppa í kvennaíþróttum og þá skipaði hann Rubio að greina Ólympíunefndinni frá því að Bandaríkin myndu „ekki standa hjá og horf á karla berja kvenkyns íþróttamenn“. Áætlanir gera ráð fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Los Angeles árið 2028. Svo virðist sem umrædd tilskipun frá utanríkisráðuneytinu eigi aðallega við um vegabréfsáritanir vegna þátttöku á íþróttamótum en hún hlýtur að valda enn frekari óvissu meðal trans íþróttafólks og annars trans fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í öðrum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira