Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 08:35 Mikil óvissa ríkir meðal transfólks bæði í Bandaríkjunum og erlendis vegna tilskipana stjórnvalda er varða vegabréf og vegabréfsáritanir. Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna. Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að Hinsegin kórinn hefði hætt við þátttöku í World Pride sem fram fer í Washington D.C. í sumar. Áhyggjur eru uppi um að kynsegin meðlimum kórsins verði ekki hleypt inn í landið. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúar geta Bandaríkjamenn nú aðeins verið „karl“ eða „kona“ í opinberum gögnum og á persónuskilríkjum á borð við vegabréf. Aðför forsetans gegn trans fólki nýtur töluverðs stuðnings meðal Repúblikana. Á myndinni má sjá þingmanninn Ronny Jackson frá Texas lýsa velþóknun sinni.Getty/Andrew Harnik Fréttastofa sendi fyrirspurn á sendiráð Bandaríkjanna og spurði fjögurra spurninga: Getur fólk verið viss um að vera hleypt inn í Bandaríkin ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfi sínu? Er X/annað valkostur á ESTA umsóknareyðublöðunum? Getur fólk verið visst um að lenda ekki í vandræðum ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfinu sínu en neyðist til að velja „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum vestanhafs? Þá sagði í fyrirspurninni að kynsegin fólk óttaðist að jafnvel þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu gefið út að kynsegin fólk yrði ekki hindrað í því að koma til landsins, þá yrði það fyrir áreitni og jafnvel hindrunum að hálfu landamæravarða. Gæti fólk verið öruggt um að komast inn í landið með vegabréf sem samræmdust ekki kynjatvíhyggju stjórnvalda? Engar leiðbeiningar gefnar út enn sem komið er Sendiráðið gaf ekki svar við einstaka spurningum heldur ítrekaði að Tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefði umsjón með úthlutun vegabréfsáritana og ESTA-heimilda. Stofnunin hefði ekki gefið út leiðbeiningar hvað þetta varðaði. Þá var vísað á fréttavef stofnunarinnar. „The Visa Waiver/ESTA Program is administered by the U.S. Department of Homeland Security, specifically the U.S. Customs and Border Protection (CBP) agency. CBP has not issued any guidance yet about these questions. We recommend you check the newsroom of their website (https://www.cbp.gov/newsroom) frequently for the most up-to-date information.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki gefið út ráðleggingar til erlendra kynsegin ferðamanna í kjölfar breytinganna, er enn að finna á vef utanríkisráðuneytisins ráðleggingar til hinsegin Bandaríkjamanna um ferðalög erlendis. Þar hefur fyrirsögninni hins vegar verið breytt til að endurspegla nýja stefnu og talað um „LGB ferðalanga“ í stað „LGBTQI+ ferðalanga“. Kynsegin fólk hefur þannig verið máð út en í textanum er talað um að „mörg ríki“ samþykki ekki aðra skráningu en „karl“ eða „kona“ í vegabréfum, án þess að geta þess að Bandaríkin séu nú þeirra á meðal. Höfða mál gegn ríkinu Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að gefnar verði út leiðbeiningar til erlendra kynsegin ferðamanna. Eins og fram kom í umfjöllun fréttastofu í síðustu viku eru margir uggandi vegna stöðu mála, bæði hvað varðar öryggi í Bandaríkjunum og möguleikann á því að vera stöðvaður við landamærin. American Civil Liberties Union hefur höfðað mál fyrir hönd sjö einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vegabréfin sín eftir að Trump gaf það út að nú væru aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum og að þau ákvörðuðust við fæðingu. Efnt var til athafnar í New York um síðustu helgi, til að minnast Sam Nordquist og tveggja annarra trans einstaklinga sem voru myrtir á árinu.Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein NPR hefur greint frá einu slíku máli, sem varðar trans mann sem sótti um nýtt vegabréf eftir að Trump tók embætti. Vegabréfið hans var ekki útrunnið en hann vildi fá nýtt sem endurspeglaði rétt nafn og kyn, rétt eins og önnur persónuskilríki sem hann hafði þegar fengið breytt. Louie, eins og hann er kallaður í umfjöllun NPR, fékk nýtt vegabréf með réttu nafni en er enn skráður „kona“. Hann er meðal þeirra sem óttast afleiðingar þess að vegabréfið hans segir hann „konu“ en önnur skilríki, og útlitið, endurspegla að hann er karl. Áður en Trump komst aftur til valda gat kynsegin fólk valið kynskráninguna „X“ í vegabréfinu, líkt og tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi og víðar. Sérstaklega sótt að trans íþróttafólki Nýjustu vendingar áttu sér stað í gær, þegar Guardian greindi frá því að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði fyrirskipað embættismönnum sínum um allan heim að neita trans íþróttafólki sem hyggst taka þátt í keppnum vestanhafs um vegabréfsáritun. Þá eiga þeir yfir höfði sér ævilangt bann frá því að koma til Bandaríkjanna sem taldir eru hafa greint ranglega frá um líffræðilegt kyn sitt á umsókn um vegabréfsáritun. Um er að ræða bann á grundvelli lagagreinar sem hefur hingað til verið beitt gegn þeim sem beita svikum til að komast inn í landið. Forsetinn umkringdi sig konum og stúlkum þegar hann undirritaði tilskipun um bann gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum.Getty/Andrew Harnik Í tilskipuninni frá utanríkisráðherranum Marco Rubio segir að embættismönnum beri að taka það til athugunar hvort rétt sé að meina einstaklingum um að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir „segja ósatt“ um kyn sitt eða tilgang ferðar sinnar til landsins. Bandaríkjaforseti hefur nú þegar bannað trans konum að keppa í kvennaíþróttum og þá skipaði hann Rubio að greina Ólympíunefndinni frá því að Bandaríkin myndu „ekki standa hjá og horf á karla berja kvenkyns íþróttamenn“. Áætlanir gera ráð fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Los Angeles árið 2028. Svo virðist sem umrædd tilskipun frá utanríkisráðuneytinu eigi aðallega við um vegabréfsáritanir vegna þátttöku á íþróttamótum en hún hlýtur að valda enn frekari óvissu meðal trans íþróttafólks og annars trans fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í öðrum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að Hinsegin kórinn hefði hætt við þátttöku í World Pride sem fram fer í Washington D.C. í sumar. Áhyggjur eru uppi um að kynsegin meðlimum kórsins verði ekki hleypt inn í landið. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúar geta Bandaríkjamenn nú aðeins verið „karl“ eða „kona“ í opinberum gögnum og á persónuskilríkjum á borð við vegabréf. Aðför forsetans gegn trans fólki nýtur töluverðs stuðnings meðal Repúblikana. Á myndinni má sjá þingmanninn Ronny Jackson frá Texas lýsa velþóknun sinni.Getty/Andrew Harnik Fréttastofa sendi fyrirspurn á sendiráð Bandaríkjanna og spurði fjögurra spurninga: Getur fólk verið viss um að vera hleypt inn í Bandaríkin ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfi sínu? Er X/annað valkostur á ESTA umsóknareyðublöðunum? Getur fólk verið visst um að lenda ekki í vandræðum ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfinu sínu en neyðist til að velja „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum vestanhafs? Þá sagði í fyrirspurninni að kynsegin fólk óttaðist að jafnvel þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu gefið út að kynsegin fólk yrði ekki hindrað í því að koma til landsins, þá yrði það fyrir áreitni og jafnvel hindrunum að hálfu landamæravarða. Gæti fólk verið öruggt um að komast inn í landið með vegabréf sem samræmdust ekki kynjatvíhyggju stjórnvalda? Engar leiðbeiningar gefnar út enn sem komið er Sendiráðið gaf ekki svar við einstaka spurningum heldur ítrekaði að Tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefði umsjón með úthlutun vegabréfsáritana og ESTA-heimilda. Stofnunin hefði ekki gefið út leiðbeiningar hvað þetta varðaði. Þá var vísað á fréttavef stofnunarinnar. „The Visa Waiver/ESTA Program is administered by the U.S. Department of Homeland Security, specifically the U.S. Customs and Border Protection (CBP) agency. CBP has not issued any guidance yet about these questions. We recommend you check the newsroom of their website (https://www.cbp.gov/newsroom) frequently for the most up-to-date information.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki gefið út ráðleggingar til erlendra kynsegin ferðamanna í kjölfar breytinganna, er enn að finna á vef utanríkisráðuneytisins ráðleggingar til hinsegin Bandaríkjamanna um ferðalög erlendis. Þar hefur fyrirsögninni hins vegar verið breytt til að endurspegla nýja stefnu og talað um „LGB ferðalanga“ í stað „LGBTQI+ ferðalanga“. Kynsegin fólk hefur þannig verið máð út en í textanum er talað um að „mörg ríki“ samþykki ekki aðra skráningu en „karl“ eða „kona“ í vegabréfum, án þess að geta þess að Bandaríkin séu nú þeirra á meðal. Höfða mál gegn ríkinu Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að gefnar verði út leiðbeiningar til erlendra kynsegin ferðamanna. Eins og fram kom í umfjöllun fréttastofu í síðustu viku eru margir uggandi vegna stöðu mála, bæði hvað varðar öryggi í Bandaríkjunum og möguleikann á því að vera stöðvaður við landamærin. American Civil Liberties Union hefur höfðað mál fyrir hönd sjö einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vegabréfin sín eftir að Trump gaf það út að nú væru aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum og að þau ákvörðuðust við fæðingu. Efnt var til athafnar í New York um síðustu helgi, til að minnast Sam Nordquist og tveggja annarra trans einstaklinga sem voru myrtir á árinu.Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein NPR hefur greint frá einu slíku máli, sem varðar trans mann sem sótti um nýtt vegabréf eftir að Trump tók embætti. Vegabréfið hans var ekki útrunnið en hann vildi fá nýtt sem endurspeglaði rétt nafn og kyn, rétt eins og önnur persónuskilríki sem hann hafði þegar fengið breytt. Louie, eins og hann er kallaður í umfjöllun NPR, fékk nýtt vegabréf með réttu nafni en er enn skráður „kona“. Hann er meðal þeirra sem óttast afleiðingar þess að vegabréfið hans segir hann „konu“ en önnur skilríki, og útlitið, endurspegla að hann er karl. Áður en Trump komst aftur til valda gat kynsegin fólk valið kynskráninguna „X“ í vegabréfinu, líkt og tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi og víðar. Sérstaklega sótt að trans íþróttafólki Nýjustu vendingar áttu sér stað í gær, þegar Guardian greindi frá því að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði fyrirskipað embættismönnum sínum um allan heim að neita trans íþróttafólki sem hyggst taka þátt í keppnum vestanhafs um vegabréfsáritun. Þá eiga þeir yfir höfði sér ævilangt bann frá því að koma til Bandaríkjanna sem taldir eru hafa greint ranglega frá um líffræðilegt kyn sitt á umsókn um vegabréfsáritun. Um er að ræða bann á grundvelli lagagreinar sem hefur hingað til verið beitt gegn þeim sem beita svikum til að komast inn í landið. Forsetinn umkringdi sig konum og stúlkum þegar hann undirritaði tilskipun um bann gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum.Getty/Andrew Harnik Í tilskipuninni frá utanríkisráðherranum Marco Rubio segir að embættismönnum beri að taka það til athugunar hvort rétt sé að meina einstaklingum um að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir „segja ósatt“ um kyn sitt eða tilgang ferðar sinnar til landsins. Bandaríkjaforseti hefur nú þegar bannað trans konum að keppa í kvennaíþróttum og þá skipaði hann Rubio að greina Ólympíunefndinni frá því að Bandaríkin myndu „ekki standa hjá og horf á karla berja kvenkyns íþróttamenn“. Áætlanir gera ráð fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Los Angeles árið 2028. Svo virðist sem umrædd tilskipun frá utanríkisráðuneytinu eigi aðallega við um vegabréfsáritanir vegna þátttöku á íþróttamótum en hún hlýtur að valda enn frekari óvissu meðal trans íþróttafólks og annars trans fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í öðrum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira