Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 20:45 Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. Hún bendir á að rannsóknir sýni að foreldrar sem skipti fæðingarorlofi jafnt á milli sín séu líklegri til að deila umönnun barna til lengri tíma og svo eru þeir líka ólíklegri til að skilja. Mikil umræða hefur spunnist um fæðingarorlofskerfið eftir að læknanemi steig fram og kallaði eftir auknu valfrelsi og sveigjanleika í orlofskerfinu umfram þær sex vikur sem foreldrar geta skipt á milli sín. Hún útlistaði hið ýmsa við fæðingarorlofskerfið sem henni fannst þörf á að lagfæra. Guðný segir markmiðin með lögunum oft gleymast í umræðunni, sem sé meðal annars að tryggja rétt barna til samvista við báða foreldra. Tengslamyndun sé mikilvægust á fyrstu æviárunum og að ávinningur af skiptu orlofi sé margþættur. Minni líkur á hjónaskilnaði „Við erum með aragrúa af rannsóknum sem sýna hvað þetta skiptir miklu máli fyrir barnið að báðir foreldrar annist um það. Það skiptir líka máli fyrir atvinnuþátttöku og fyrir jafnrétti, heilsu og ævilengd. Það eru tvær íslenskar rannsóknir sem sýna að það dragi úr líkum á hjónaskilnaði að báðir foreldrar taki orlof. Það er mikið af afleiddum áhrifum sem við erum að rekja í alls konar rannsóknum.“ Íslenskir feður hafi alltaf tekið vel í aukinn orlofsrétt Íslenskir feður eru á pari við þá sænsku þegar kemur að hlutfalli daga sem feður taka sem prósentu af heildarorlofi. Guðný segir að íslenskir feður hafi alltaf brugðist vel við þátttöku í orlofi þegar réttur þeirra hefur verið aukinn í gegnum tíðina. „Þeir voru strax þarna komnir með hæsta heildarhlutfall daga á Norðurlöndunum sem eru teknir af feðrum þannig að íslenskir feður eru svolitlir heimsmeistarar þó svo það fari ekki hátt á Íslandi.“ Segir Guðný en við þetta má bæta að eftir að Finnar fjölguðu mánuðum í orlofi hafa finnskir feður aukið töku á orlofi svo um munar. Norðmenn voru fyrstir til að festa feðrum orlofskvóta árið 1993 en árið 2014 var farið í frjálsræðisátt. Guðný segir að afleiðingarnar af því að fækka þeim vikum sem norskir feður „Það var bara óhuggulegt að sjá hvernig þetta fylgdi nákvæmlega vikufjöldanum. Um leið og skylduvikunum var fækkað þá duttu feðurnir niður um það sem nam þá tölu.“ Aðeins fyrri leikhluta lokið Guðný segir of snemmt að segja til um áhrif lagabreytinganna frá 2021 þegar skylduvikum fyrir feður var fjölgað. „Það tekur tvö ár, eftir að barn fæðist að fá endanlegu töluna, þannig að við erum bara ekki komin með lokatölur. Það er svolítið eins og að spyrja í hálfleik „hvernig fer leikurinn?“ en þetta er allt að gerast og ekkert sem bendir til annars en að þetta sé akkúrat í sama takti og verið hefur að þegar við gefum í - þá auka feður orlofstöku.“ Verkefnið skilið eftir hjá sveitarfélögum til lausnar og fjármögnunar Íslenska fæðingarorlofskerfið sé ekki ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum. „Það sem hins vegar skilur okkur frá þeim er að þau eru öll með lögbundinn rétt til leikskólavistar þegar börn verða eins árs en Danir reyndar þegar börn verða sex mánaða á meðan við skiljum þetta verkefni eftir hjá sveitarfélögunum til að leysa og fjármagna og það er grundvallarmunurinn á umönnunarstefnunni, ekki fæðingarorlofsmálin.“ Fæðingarorlof Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. 25. nóvember 2025 11:02 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hún bendir á að rannsóknir sýni að foreldrar sem skipti fæðingarorlofi jafnt á milli sín séu líklegri til að deila umönnun barna til lengri tíma og svo eru þeir líka ólíklegri til að skilja. Mikil umræða hefur spunnist um fæðingarorlofskerfið eftir að læknanemi steig fram og kallaði eftir auknu valfrelsi og sveigjanleika í orlofskerfinu umfram þær sex vikur sem foreldrar geta skipt á milli sín. Hún útlistaði hið ýmsa við fæðingarorlofskerfið sem henni fannst þörf á að lagfæra. Guðný segir markmiðin með lögunum oft gleymast í umræðunni, sem sé meðal annars að tryggja rétt barna til samvista við báða foreldra. Tengslamyndun sé mikilvægust á fyrstu æviárunum og að ávinningur af skiptu orlofi sé margþættur. Minni líkur á hjónaskilnaði „Við erum með aragrúa af rannsóknum sem sýna hvað þetta skiptir miklu máli fyrir barnið að báðir foreldrar annist um það. Það skiptir líka máli fyrir atvinnuþátttöku og fyrir jafnrétti, heilsu og ævilengd. Það eru tvær íslenskar rannsóknir sem sýna að það dragi úr líkum á hjónaskilnaði að báðir foreldrar taki orlof. Það er mikið af afleiddum áhrifum sem við erum að rekja í alls konar rannsóknum.“ Íslenskir feður hafi alltaf tekið vel í aukinn orlofsrétt Íslenskir feður eru á pari við þá sænsku þegar kemur að hlutfalli daga sem feður taka sem prósentu af heildarorlofi. Guðný segir að íslenskir feður hafi alltaf brugðist vel við þátttöku í orlofi þegar réttur þeirra hefur verið aukinn í gegnum tíðina. „Þeir voru strax þarna komnir með hæsta heildarhlutfall daga á Norðurlöndunum sem eru teknir af feðrum þannig að íslenskir feður eru svolitlir heimsmeistarar þó svo það fari ekki hátt á Íslandi.“ Segir Guðný en við þetta má bæta að eftir að Finnar fjölguðu mánuðum í orlofi hafa finnskir feður aukið töku á orlofi svo um munar. Norðmenn voru fyrstir til að festa feðrum orlofskvóta árið 1993 en árið 2014 var farið í frjálsræðisátt. Guðný segir að afleiðingarnar af því að fækka þeim vikum sem norskir feður „Það var bara óhuggulegt að sjá hvernig þetta fylgdi nákvæmlega vikufjöldanum. Um leið og skylduvikunum var fækkað þá duttu feðurnir niður um það sem nam þá tölu.“ Aðeins fyrri leikhluta lokið Guðný segir of snemmt að segja til um áhrif lagabreytinganna frá 2021 þegar skylduvikum fyrir feður var fjölgað. „Það tekur tvö ár, eftir að barn fæðist að fá endanlegu töluna, þannig að við erum bara ekki komin með lokatölur. Það er svolítið eins og að spyrja í hálfleik „hvernig fer leikurinn?“ en þetta er allt að gerast og ekkert sem bendir til annars en að þetta sé akkúrat í sama takti og verið hefur að þegar við gefum í - þá auka feður orlofstöku.“ Verkefnið skilið eftir hjá sveitarfélögum til lausnar og fjármögnunar Íslenska fæðingarorlofskerfið sé ekki ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum. „Það sem hins vegar skilur okkur frá þeim er að þau eru öll með lögbundinn rétt til leikskólavistar þegar börn verða eins árs en Danir reyndar þegar börn verða sex mánaða á meðan við skiljum þetta verkefni eftir hjá sveitarfélögunum til að leysa og fjármagna og það er grundvallarmunurinn á umönnunarstefnunni, ekki fæðingarorlofsmálin.“
Fæðingarorlof Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. 25. nóvember 2025 11:02 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44
Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. 25. nóvember 2025 11:02