Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Kristinn Pálsson er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót. Tryggvi Hlinason þekkir tilfinninguna en er núna kominn í mikið stærra hlutverk en 2017. vísir/Anton Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót. Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Martin Hermannsson, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson voru allir í tólf manna hópnum sem fór á fyrsta stórmót Íslands, EM í Þýskalandi árið 2015. Úr þessum hópi frumkvöðla eru sex leikmenn hættir, þeir Axel Kárason, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskij. Hörður Axel Vilhjálmsson, Hlynur Bæringsson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson voru í hópnum og eru enn að spila en hafa ekki verið í landsliðinu að undanförnu. Síðast þegar Ísland fór á EM, árið 2017, voru þeir Martin, Ægir og Haukur áfram í hópnum. Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristófer Acox voru þá einnig með. Kristófer er sá eini þeirra sem var ekki með í að tryggja EM-sætið í gær, eftir að hafa komist á ferðina í síðasta mánuði eftir langvinn meiðsli. Hlynur Bærings, Hörður Axel, Jón Arnór, Logi, Pavel og Brynjar Þór Björnsson voru einnig í hópnum árið 2017. Það verður svo að koma í ljós hvaða tólf leikmenn Craig Pedersen tekur með á sitt þriðja stórmót í ágúst og hvar Ísland mun spila. Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson Jón Axel Guðmundsson gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og kom Kári Jónsson inn í hans stað. Jón Axel og Kári voru báðir í hópnum sem vann Ítalíu í nóvember en Martin var þá meiddur. Kristófer Acox gerir einnig tilkall til sætis í hópnum nú þegar hann er heill heilsu. Þá voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Sigurður Pétursson og Hjálmar Stefánsson allir í hóp í að minnsta kosti einum leik í undankeppni EM. Yngri leikmenn á borð við Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason, sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum, horfa eflaust einnig til mótsins í ágúst, ásamt fleirum. EM fer fram í fjórum borgum víðs vegar um Evrópu. Einn riðill verður spilaður í Tampere í Finnlandi, annar í Riga í Lettlandi, þriðji í Katowice í Póllandi og fjórði í Limassol á Kýpur. Dregið verður í riðla 27. mars.
Tólf manna hópur Íslands gegn Tyrkjum í gær: Bjarni Guðmann Jónsson Elvar Már Friðriksson Haukur Helgi Pálsson Hilmar Smári Henningsson Kári Jónsson Kristinn Pálsson Martin Hermannsson Orri Gunnarsson Sigtryggur Arnar Björnsson Styrmir Snær Þrastarson Tryggvi Snær Hlinason Ægir Þór Steinarsson
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira