Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 „Ég held að það sem við þurfum að passa mest núna er að við lendum ekki í svari Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tollarnir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mikil hætta frá Bandaríkjunum eins og maður kannski upphaflega hélt en auðvitað sér maður að það breytist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun. Vísar hún þar til þeirra viðbragða Evrópusambandsins við hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hækka tolla vörur frá ríkjum sambandsins að hóta því að svara einnig með tollahækkunum á bandarískar vörur. Væri Ísland innan Evrópusambandsins beindust hótanir Trumps að okkur Íslendingum eins og öðrum ríkjum þess. Eins væru hótanir sambandsins settar fram í okkar nafni. Vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins getum við hins vegar tekið sjálfstæðar ákvarðanir i þessum efnum í samræmi við hagsmuni okkar og þetta mál er auðvitað ekkert einsdæmi í þeim efnum. Valdið til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir skiptir vitanlega sköpum þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Bæði í stórum málum, eins og til dæmis Icesave-málinu á sínum tíma, sem og minni. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar ekki hafa þetta vald lengur nema í mjög takmörkuðum og sífellt minnkandi mæli. Flestir málaflokkar ríkja sambandsins heyra undir valdsvið þess og vægi ríkjanna við ákvarðanatökur innan þess fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Innan Evrópusambandsins yrði Ísland fámennasta ríkið og með vægi eftir því. Hlutdeild okkar á þingi sambandsins yrði á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi og innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég held að það sem við þurfum að passa mest núna er að við lendum ekki í svari Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tollarnir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mikil hætta frá Bandaríkjunum eins og maður kannski upphaflega hélt en auðvitað sér maður að það breytist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun. Vísar hún þar til þeirra viðbragða Evrópusambandsins við hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hækka tolla vörur frá ríkjum sambandsins að hóta því að svara einnig með tollahækkunum á bandarískar vörur. Væri Ísland innan Evrópusambandsins beindust hótanir Trumps að okkur Íslendingum eins og öðrum ríkjum þess. Eins væru hótanir sambandsins settar fram í okkar nafni. Vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins getum við hins vegar tekið sjálfstæðar ákvarðanir i þessum efnum í samræmi við hagsmuni okkar og þetta mál er auðvitað ekkert einsdæmi í þeim efnum. Valdið til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir skiptir vitanlega sköpum þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Bæði í stórum málum, eins og til dæmis Icesave-málinu á sínum tíma, sem og minni. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar ekki hafa þetta vald lengur nema í mjög takmörkuðum og sífellt minnkandi mæli. Flestir málaflokkar ríkja sambandsins heyra undir valdsvið þess og vægi ríkjanna við ákvarðanatökur innan þess fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Innan Evrópusambandsins yrði Ísland fámennasta ríkið og með vægi eftir því. Hlutdeild okkar á þingi sambandsins yrði á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi og innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun