Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 12:47 Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Heilbrigðismál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar