Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 21:04 Jón Pétur Zimsen hefur sterkar skoðanir á áföstum töppum. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum. Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum.
Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent