Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 21:04 Jón Pétur Zimsen hefur sterkar skoðanir á áföstum töppum. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum. Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum.
Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira