Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova, Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa 21. febrúar 2025 08:01 „Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun