Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova, Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa 21. febrúar 2025 08:01 „Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar