Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. febrúar 2025 12:47 Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun