Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 12:01 Martin Hermannsson á fleygiferð í síðasta landsleiknum sínum sem var naumt tap á móti Tyrkjum fyrir ári síðan. Getty/Esra Bilgin Íslenska körfuboltalandsliðið mætir með ás upp í erminni í Ungverjalandi í kvöld því Martin Hermannsson er mættur til að hjálpa strákunum að taka síðasta skrefið inn á Eurobasket. Martin hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og af þeim sökum og öðrum hefur hann misst af 24 af 30 leikjum liðsins undanfarin fimm ár. Nú er hann aftur á móti klár í slaginn og sigur á Ungverjum gulltryggir íslenska liðinu sæti á EM næsta haust. Martin er einn af þremur í íslenska liðinu sem hefur verið með á báðum Eurobasket mótum Íslands en hann, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson geta orðið þeir fyrstu til að taka þátt í þremur Evrópumótum með íslenska landsliðinu. Það hefur líka gengið vel með Martin í síðustu sjö landsleikjum sem hann hefur spilað. Íslenska liðið hefur fagnað sigri í fimm þeirra og annar tapleikjanna var grátlegt eins stigs tap fyrir Tyrkjum í Istanbul í fyrra. Með Martin innanborðs hafa strákarnir aftur á móti unnið Svisslendinga, Portúgala, Hollendinga, Ítala og Ungverja í undankeppnum stórmóta undanfarin ár. Eini skellurinn var 24 stiga tap á útivelli á móti Sviss í ágúst 2019 en Martin gerði þó sitt því hann var með 28 stig og 75 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Martin var í hóp í leikjum við Ítala í febrúar 2022 og Rússland í nóvember 2021 en kom ekki inn á völlinn. Hann fær þar skráða landsleiki en þar sem hann var hvíldur í þessum leikjum þá tökum við þá ekki inn í þessa samantekt. Leikurinn á móti Ungverjum hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst með honum inn á Vísi. Martin Hermannsson hefur því miður misst af mörgum landsleikjum undanfarin ár þar á meðal á móti Rússum í Sánkti Pétursburg í nóvember 2021.Getty/Mike Kireev Síðustu sjö spilaðir leikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu: 10. ágúst 2019 83-82 sigur á Sviss Martin með 16 stig og 3 stoðsendingar - 17. ágúst 2019 96-68 sigur á Portúgal Martin með 19 stig og 7 stoðsendingar - 21. ágúst 2019 85-109 tap fyrir Sviss Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar - 26. nóvember 2021 79-77 sigur á Hollandi Martin með 27 stig og 3 stoðsendingar - 24. febrúar 2022 107-105 sigur á Ítalíu Martin með 23 stig og 7 stoðsendingar - 22. febrúar 2024 70-65 sigur á Ungverjalandi Martin með 17 stig og 4 stoðsendingar - 25. febrúar 2025 75-76 tap fyrir Tyrklandi Martin með 15 stig og 4 stoðsendingar - Meðaltöl Martins í þessum sjö leikjum: Stig: 21,5 Stoðsendingar: 4,7 Skotnýting: 49% Þriggja stiga nýting: 44% (12 af 27) Vítanýting: 94% (33 af 35) Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Martin hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og af þeim sökum og öðrum hefur hann misst af 24 af 30 leikjum liðsins undanfarin fimm ár. Nú er hann aftur á móti klár í slaginn og sigur á Ungverjum gulltryggir íslenska liðinu sæti á EM næsta haust. Martin er einn af þremur í íslenska liðinu sem hefur verið með á báðum Eurobasket mótum Íslands en hann, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson geta orðið þeir fyrstu til að taka þátt í þremur Evrópumótum með íslenska landsliðinu. Það hefur líka gengið vel með Martin í síðustu sjö landsleikjum sem hann hefur spilað. Íslenska liðið hefur fagnað sigri í fimm þeirra og annar tapleikjanna var grátlegt eins stigs tap fyrir Tyrkjum í Istanbul í fyrra. Með Martin innanborðs hafa strákarnir aftur á móti unnið Svisslendinga, Portúgala, Hollendinga, Ítala og Ungverja í undankeppnum stórmóta undanfarin ár. Eini skellurinn var 24 stiga tap á útivelli á móti Sviss í ágúst 2019 en Martin gerði þó sitt því hann var með 28 stig og 75 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Martin var í hóp í leikjum við Ítala í febrúar 2022 og Rússland í nóvember 2021 en kom ekki inn á völlinn. Hann fær þar skráða landsleiki en þar sem hann var hvíldur í þessum leikjum þá tökum við þá ekki inn í þessa samantekt. Leikurinn á móti Ungverjum hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst með honum inn á Vísi. Martin Hermannsson hefur því miður misst af mörgum landsleikjum undanfarin ár þar á meðal á móti Rússum í Sánkti Pétursburg í nóvember 2021.Getty/Mike Kireev Síðustu sjö spilaðir leikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu: 10. ágúst 2019 83-82 sigur á Sviss Martin með 16 stig og 3 stoðsendingar - 17. ágúst 2019 96-68 sigur á Portúgal Martin með 19 stig og 7 stoðsendingar - 21. ágúst 2019 85-109 tap fyrir Sviss Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar - 26. nóvember 2021 79-77 sigur á Hollandi Martin með 27 stig og 3 stoðsendingar - 24. febrúar 2022 107-105 sigur á Ítalíu Martin með 23 stig og 7 stoðsendingar - 22. febrúar 2024 70-65 sigur á Ungverjalandi Martin með 17 stig og 4 stoðsendingar - 25. febrúar 2025 75-76 tap fyrir Tyrklandi Martin með 15 stig og 4 stoðsendingar - Meðaltöl Martins í þessum sjö leikjum: Stig: 21,5 Stoðsendingar: 4,7 Skotnýting: 49% Þriggja stiga nýting: 44% (12 af 27) Vítanýting: 94% (33 af 35)
Síðustu sjö spilaðir leikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu: 10. ágúst 2019 83-82 sigur á Sviss Martin með 16 stig og 3 stoðsendingar - 17. ágúst 2019 96-68 sigur á Portúgal Martin með 19 stig og 7 stoðsendingar - 21. ágúst 2019 85-109 tap fyrir Sviss Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar - 26. nóvember 2021 79-77 sigur á Hollandi Martin með 27 stig og 3 stoðsendingar - 24. febrúar 2022 107-105 sigur á Ítalíu Martin með 23 stig og 7 stoðsendingar - 22. febrúar 2024 70-65 sigur á Ungverjalandi Martin með 17 stig og 4 stoðsendingar - 25. febrúar 2025 75-76 tap fyrir Tyrklandi Martin með 15 stig og 4 stoðsendingar - Meðaltöl Martins í þessum sjö leikjum: Stig: 21,5 Stoðsendingar: 4,7 Skotnýting: 49% Þriggja stiga nýting: 44% (12 af 27) Vítanýting: 94% (33 af 35)
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira