„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 19:01 Sölvi Geir fagnar komu Gylfa en hefur lítinn áhuga á fjölmiðlafárinu. Vísir/Samsett Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira