Biður Trump-liða um að virða sannleikann Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 14:24 Vólódímír Seleneskí, forseti Úkraínu. AP/Tetiana Dzhafarova Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað. „Ég vildi hafa meiri sannleik hjá Trump-liðum,“ sagði Selenskí þegar hann ræddi við blaðamenn í Kænugarði í dag. Hann sagði meðal annars að hann bæri mikla virðingu fyrir Trump, sem leiðtogi þjóðar sem Selenskí bæri einnig mikla virðingu fyrir og sem hefði ávallt staðið við bak Úkraínumanna, virtist sem Trump fengi mikið af röngum upplýsingum og áróðri frá Rússum. Selenskí sagði að útbreiðsla áróðurs frá Rússum hjálpaði eingöngu Pútín við að komast úr einangrun hans á alþjóðasviðinu. „Ég tel að þess vegna séu Pútín og Rússar að fagna, því núna er umræðan eins og þeir séu fórnarlömbin," sagði hann. Einnig talaði hann um ummæli Trumps varðandi hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Bandaríkjamenn hefðu ekki veitt Úkraínu 500 milljarða dala í hernaðaraðstoð. Í heildina væri kostnaðurinn tengdur hernaði vegna stríðsins um 320 milljarðar. Þar af hefðu 120 komið frá úkraínskum skattgreiðendum og um tvö hundruð frá Bandaríkjunum og Evrópu. Sjá einnig: Setja fúlgur fjár í herinn - Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Frá Bandaríkjunum hefðu Úkraínumenn fengið um 67 milljarða í hernaðaraðstoð, að miklu leyti í formi hergagna, og 31,5 milljarð í fjárhagsaðstoð. Selenskí sagði að ef einhver legði til að Úkraínumenn endurgreiddu 500 milljarða til Bandaríkjanna í formi auðlinda úr jörðu, væri það ekki uppástunga sem taka ætti alvarlega. Selenskí sagði einnig að Úkraínumenn vildu og þyrftu að starfa með ráðamönnum í Washington DC. Þeir væru tilbúnir til viðræðna og bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn þyrftu góðar og varanlegar öryggisráðstafanir. Þær þyrftu að koma frá Vesturlöndum. Hann sagði Rússum ekki treystandi fyrir slíkum ráðstöfunum og ef friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa myndu hefjast yrði rætt um það hvað Rússar skulduðu Úkraínumönnum vegna innrásarinnar. Úkraínumenn beri ábyrgð á innrás Rússa Á blaðamannafundi í gærkvöldi gaf Trump til kynna að hann væri þeirrar skoðunar að Úkraínumenn hefðu ekki átt að hefja stríðið við Rússa. Þetta var eftir að hann var spurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Úkraínumanna, sem teldu sig hafa verið skilda út undan þar sem þeir hefðu ekki fengið sæti við borðið í viðræðum Bandaríkjamanna við Rússa í Sádi-Arabíu á dögunum. Sjá einnig: Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Þar sagði Trump meðal annars að hann væri vonsvikinn með viðbrögðin. Úkraínumenn hefðu haft þrjú ár til að binda enda á stríðið. Auðvelt hefði verið að binda enda á stríðið fyrir löngu síðan, án þess að það hefði kostað Úkraínumenn „mikið landsvæði“ og mögulega ekkert mannfall. Hann sagði að Úkraínumenn hefðu „valið“ að gera það ekki. „Þið hefðuð átt að binda enda á það fyrir þremur árum. Þið hefðuð aldrei átt að hefja það. Þið hefðuð getað samið.“ Á fundinum sagði Trump einnig að Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki haft hugmynd um hvað hann ætti að gera. Hann hefði verið „aumkunarverður“ og „sorglegur“. Trump hélt því einnig fram að Rússar, sem hafa nánast linnulaust látið sprengjur rigna yfir Úkraínu frá því innrásin hófst, hefðu getuna til að jafna margar úkraínskar borgir við jörðu. Þar á meðal Kænugarð. Rússar kysu hins vegar að gera það ekki. Þeir vildu það ekki. Gagnrýndi Selenskí og lofaði Pútín Trump gagnrýndi Selenskí og laug því að einungis fjögur prósent úkraínsku þjóðarinnar styddu hann og kallaði aftur eftir kosningum í Úkraínu, sem er eitthvað sem Rússar hafa einnig gert ítrekað. Trump var spurður frekar út í ákall sitt eftir kosningum í Úkraínu, sem Úkraínumenn segja að stjórnarskrá ríkisins leyfi ekki á stríðstímum og yrði gífurlega erfitt í framkvæmd með tilliti til átakanna, að stór hluti Úkraínu hafi verið hernuminn og að milljónir hafi flúið land. Trump gagnrýndi Selenskí, þó hann sagði að honum væri vel við úkraínska forsetann, á persónulegum nótum, en það skipti ekki máli. Hann hugsaði um að klára verkið. „Þú ert með leiðtoga þarna sem hafa leyft stríði að geisa, stríði sem hefði aldrei átt að hefjast, jafnvel án Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann hélt áfram að gagnrýna Biden og sagði að stríðið hefði aldrei hafist ef hann hefði verið endurkjörinn á sínum tíma. „Ég talaði um þetta við Pútín,“ sagði Trump og átti hann við sitt fyrra kjörtímabil. „Úkraína var sko sjáaldur augna hans, ég skal segja ykkur það, en það var ekki séns að hann færi þar inn og ég sagði honum: „Þú skalt ekki fara þarna inn, ekki fara þarna inn.“ Hann skildi það.“ Þá talaði Trump um að átökin í Úkraínu gætu undið upp á sig og orðið að þriðju heimsstyrjöldinni. Rússar bera ábyrgð Að halda því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu er einfaldlega rangt. Í stuttu máli sagt þá réðust Rússar fyrst inn í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga ólöglega. Þá studdu þá aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu með skrið- og bryndrekum, stórskotaliðsvopnum, peningum og öðrum leiðum sama ár. Þegar úkraínski herinn var nærri því að sigra aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu sendi Pútín rússneska herinn inn í Úkraínu, til aðstoðar aðskilnaðarsinnunum og sneri þannig við stöðunni. Það var svo í febrúar 2022 sem rússneskir hermenn streymdu yfir landamæri Úkraínu úr ýmsum áttum og sérsveitarmenn og málaliðar voru sendir til Kænugarðs til að reyna að ráða Selenskí af dögum. Allsherjarinnrás hófst og hafa gífurlega umfangsmikil átök staðið yfir síðan þá. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Fyrir innrásina krafðist Pútín þess að Atlantshafsbandalagið hörfaði alfarið frá Austur-Evrópu og að Úkraína myndi afsala umfangsmiklu landsvæði, svo gott sem leggja niður her sinn og lýsa yfir ævarandi hlutleysi. Eftir innrás Rússa bárust fljótt fregnir af umfangsmiklum ódæðum rússneskra hermanna í Úkraínu og þá kannski sérstaklega í Bucha, þar sem hundruð óbreyttra borgara voru myrtir af hermönnum. Síðan þá hafa ítrekað borist fregnir af nauðgunum, pyntingum og morðum á óbreyttum borgurum á hernumdum svæðum Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18. febrúar 2025 19:46 Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54 Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Ég vildi hafa meiri sannleik hjá Trump-liðum,“ sagði Selenskí þegar hann ræddi við blaðamenn í Kænugarði í dag. Hann sagði meðal annars að hann bæri mikla virðingu fyrir Trump, sem leiðtogi þjóðar sem Selenskí bæri einnig mikla virðingu fyrir og sem hefði ávallt staðið við bak Úkraínumanna, virtist sem Trump fengi mikið af röngum upplýsingum og áróðri frá Rússum. Selenskí sagði að útbreiðsla áróðurs frá Rússum hjálpaði eingöngu Pútín við að komast úr einangrun hans á alþjóðasviðinu. „Ég tel að þess vegna séu Pútín og Rússar að fagna, því núna er umræðan eins og þeir séu fórnarlömbin," sagði hann. Einnig talaði hann um ummæli Trumps varðandi hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Bandaríkjamenn hefðu ekki veitt Úkraínu 500 milljarða dala í hernaðaraðstoð. Í heildina væri kostnaðurinn tengdur hernaði vegna stríðsins um 320 milljarðar. Þar af hefðu 120 komið frá úkraínskum skattgreiðendum og um tvö hundruð frá Bandaríkjunum og Evrópu. Sjá einnig: Setja fúlgur fjár í herinn - Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Frá Bandaríkjunum hefðu Úkraínumenn fengið um 67 milljarða í hernaðaraðstoð, að miklu leyti í formi hergagna, og 31,5 milljarð í fjárhagsaðstoð. Selenskí sagði að ef einhver legði til að Úkraínumenn endurgreiddu 500 milljarða til Bandaríkjanna í formi auðlinda úr jörðu, væri það ekki uppástunga sem taka ætti alvarlega. Selenskí sagði einnig að Úkraínumenn vildu og þyrftu að starfa með ráðamönnum í Washington DC. Þeir væru tilbúnir til viðræðna og bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn þyrftu góðar og varanlegar öryggisráðstafanir. Þær þyrftu að koma frá Vesturlöndum. Hann sagði Rússum ekki treystandi fyrir slíkum ráðstöfunum og ef friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa myndu hefjast yrði rætt um það hvað Rússar skulduðu Úkraínumönnum vegna innrásarinnar. Úkraínumenn beri ábyrgð á innrás Rússa Á blaðamannafundi í gærkvöldi gaf Trump til kynna að hann væri þeirrar skoðunar að Úkraínumenn hefðu ekki átt að hefja stríðið við Rússa. Þetta var eftir að hann var spurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Úkraínumanna, sem teldu sig hafa verið skilda út undan þar sem þeir hefðu ekki fengið sæti við borðið í viðræðum Bandaríkjamanna við Rússa í Sádi-Arabíu á dögunum. Sjá einnig: Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Þar sagði Trump meðal annars að hann væri vonsvikinn með viðbrögðin. Úkraínumenn hefðu haft þrjú ár til að binda enda á stríðið. Auðvelt hefði verið að binda enda á stríðið fyrir löngu síðan, án þess að það hefði kostað Úkraínumenn „mikið landsvæði“ og mögulega ekkert mannfall. Hann sagði að Úkraínumenn hefðu „valið“ að gera það ekki. „Þið hefðuð átt að binda enda á það fyrir þremur árum. Þið hefðuð aldrei átt að hefja það. Þið hefðuð getað samið.“ Á fundinum sagði Trump einnig að Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki haft hugmynd um hvað hann ætti að gera. Hann hefði verið „aumkunarverður“ og „sorglegur“. Trump hélt því einnig fram að Rússar, sem hafa nánast linnulaust látið sprengjur rigna yfir Úkraínu frá því innrásin hófst, hefðu getuna til að jafna margar úkraínskar borgir við jörðu. Þar á meðal Kænugarð. Rússar kysu hins vegar að gera það ekki. Þeir vildu það ekki. Gagnrýndi Selenskí og lofaði Pútín Trump gagnrýndi Selenskí og laug því að einungis fjögur prósent úkraínsku þjóðarinnar styddu hann og kallaði aftur eftir kosningum í Úkraínu, sem er eitthvað sem Rússar hafa einnig gert ítrekað. Trump var spurður frekar út í ákall sitt eftir kosningum í Úkraínu, sem Úkraínumenn segja að stjórnarskrá ríkisins leyfi ekki á stríðstímum og yrði gífurlega erfitt í framkvæmd með tilliti til átakanna, að stór hluti Úkraínu hafi verið hernuminn og að milljónir hafi flúið land. Trump gagnrýndi Selenskí, þó hann sagði að honum væri vel við úkraínska forsetann, á persónulegum nótum, en það skipti ekki máli. Hann hugsaði um að klára verkið. „Þú ert með leiðtoga þarna sem hafa leyft stríði að geisa, stríði sem hefði aldrei átt að hefjast, jafnvel án Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann hélt áfram að gagnrýna Biden og sagði að stríðið hefði aldrei hafist ef hann hefði verið endurkjörinn á sínum tíma. „Ég talaði um þetta við Pútín,“ sagði Trump og átti hann við sitt fyrra kjörtímabil. „Úkraína var sko sjáaldur augna hans, ég skal segja ykkur það, en það var ekki séns að hann færi þar inn og ég sagði honum: „Þú skalt ekki fara þarna inn, ekki fara þarna inn.“ Hann skildi það.“ Þá talaði Trump um að átökin í Úkraínu gætu undið upp á sig og orðið að þriðju heimsstyrjöldinni. Rússar bera ábyrgð Að halda því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu er einfaldlega rangt. Í stuttu máli sagt þá réðust Rússar fyrst inn í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga ólöglega. Þá studdu þá aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu með skrið- og bryndrekum, stórskotaliðsvopnum, peningum og öðrum leiðum sama ár. Þegar úkraínski herinn var nærri því að sigra aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu sendi Pútín rússneska herinn inn í Úkraínu, til aðstoðar aðskilnaðarsinnunum og sneri þannig við stöðunni. Það var svo í febrúar 2022 sem rússneskir hermenn streymdu yfir landamæri Úkraínu úr ýmsum áttum og sérsveitarmenn og málaliðar voru sendir til Kænugarðs til að reyna að ráða Selenskí af dögum. Allsherjarinnrás hófst og hafa gífurlega umfangsmikil átök staðið yfir síðan þá. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Fyrir innrásina krafðist Pútín þess að Atlantshafsbandalagið hörfaði alfarið frá Austur-Evrópu og að Úkraína myndi afsala umfangsmiklu landsvæði, svo gott sem leggja niður her sinn og lýsa yfir ævarandi hlutleysi. Eftir innrás Rússa bárust fljótt fregnir af umfangsmiklum ódæðum rússneskra hermanna í Úkraínu og þá kannski sérstaklega í Bucha, þar sem hundruð óbreyttra borgara voru myrtir af hermönnum. Síðan þá hafa ítrekað borist fregnir af nauðgunum, pyntingum og morðum á óbreyttum borgurum á hernumdum svæðum Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18. febrúar 2025 19:46 Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54 Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18. febrúar 2025 19:46
Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09
Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47