Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 08:03 Styrmir segir ýmislegt hafa gengið á bakvið tjöldin síðustu daga. Vísir/Samsett „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. Gengið hefur á ýmsu síðustu daga vegna framtíðar Gylfa hjá Val. Skeyti hafa flogið hingað og þangað en mörgum virtist ljóst að hann væri í ferðahug. Klippa: Gekk á ýmsu bakvið tjöldin við skipti Gylfa Í Valsheimilinu gekk sitthvað á en líka svo miklu víðar. Á fréttagólfum landsins og í hlaðvarpshljóðverum. Hjörvar Hafliðason, sem rekur hlaðvarpið Dr. Football, var einskonar málpípa Gylfa Þórs, þó í gegnum fjölskyldu hans þar sem vitnað var sí og æ í bróður hans og föður varðandi framtíð leikmannsins. Styrmir segir Gylfa í raun hafa komið beiðnum sínum til félagsins á framfæri með þeim hætti en aldrei formlega beðið félagið sjálft um sölu. Hann furðar sig á samskiptunum. „Við höfðum ekkert sérstakan áhuga á að Gylfi færi. En við fengum skilaboð í gegnum fjölmiðla og hlaðvörp þó að bein beiðni leikmanns hafi aldrei komið um að fá að fara. En við höfum fylgst með fjölmiðlum eins og aðrir og þá var ekkert annað heldur en að fara í málið og afgreiða það á sem ásættanlegastan máta fyrir félagið. Fyrir mitt leyti og fyrir hönd stjórnarinnar og stuðningsmanna að ég held, þá er niðurstaðan mjög góð fyrir félagið,“ segir Styrmir í samtali við íþróttadeild. Gylfi hvorki upphaf né endir Vals Fékkst skýring á því af hverju Gylfi vildi yfirgefa félagið? „Það hafa verið ýmsar skýringar sem við höfum heyrt, hingað og þangað, en hann segir hagsmunum hans sé betur borgið annars staðar en hjá Val. Við virðum þá skoðun. Við erum stórveldi í íslenskri íþróttasögu og það mun ekkert breytast. Félagið er stofnað 1911 og koma Gylfa til Vals er hvorki upphaf né endir á sögu Vals. Félagið er miklu stærra en einn leikmaður og við erum að vinna að langtíma vegferð fyrir klúbbinn,“ segir Styrmir. Aðilar tengdir Gylfa sem fara þessa leið Styrmir segir þá að honum þætti eðlilegra að eiga samskipti beint við Gylfa en ekki við fjölskyldumeðlimi hans í gegnum fjölmiðla og hlaðvörp. Hann segir að Gylfi hafi sagst vilja vera áfram hjá Val þegar hann ræddi við leikmanninn fyrir skemmstu. Skilaboðin utan frá segi aðra sögu. Ertu ósáttur við framgöngu Gylfa í þessu máli? „Það er náttúrulega alltaf eðlilegra að menn eigi heiðarleg og opin samskipti. Eins og ég sagði við hann á sínum tíma og spurði: „Viltu fara í Víking?“ Hann sagði við mig þá að það væri best og auðveldast fyrir hann að vera áfram í Val. Svo heldur þetta áfram og fer í gegnum fjölmiðla og það var einhver leið sem þeir aðilar sem standa að honum ákveða að fara. Þá var ekkert annað fyrir okkur að tækla málið út frá okkur,“ segir Styrmir. Blikar fagmannlegri en Víkingar Hvortveggja Breiðablik og Víkingur fengu tilboð samþykkt í Gylfa líkt og Vísir greindi frá í gærmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis dró Breiðablik sig til baka úr samningsviðræðum við leikmanninn vegna þeirra krafna sem voru gerðar. Gylfi hafi viljað greiðslur sem Blikar hafi ekki verið tilbúnir að skuldbinda sig til. Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals.Vísir/Ívar Óaðspurður segir Styrmir frá fagmennsku Breiðabliks: „Við fórum bara ákveðna vegferð og áttum frábær samskipti og mjög fagmannleg við Breiðablik og ég virði að minnsta kosti það að þeir komu mjög fagmannlega að þessu máli,“ segir Styrmir. En er hann þá ósáttur við framgang Víkings? „Það er ljóst að Víkingar hafa verið að bera víurnar í hann og ekki átt samtal við okkur beint síðan í október, að mig minnir. Það hafa bara komið tölvupóstar með tilboðum. En í lokin voru bara fín samskipti á milli félaganna,“ segir Styrmir. Samkvæmt alþjóðlegum reglum þarf félag að samþykkja tilboð áður en samningsviðræður annars félags við leikmann – formlegar eða óformlegar – geta átt sér stað. Andar þá köldu milli Vals og Víkings eftir skiptin? „Eftir þetta? Nei, alls ekki. Ég óska þeim til hamingju með að hafa fengið Gylfa til sín. Ég taldi rétt að hann færi héðan. Það er mat stjórnar. Hann velur að fara í Víking og þá bara óska ég þeim til hamingju með það,“ segir Styrmir. Ekki ákvörðun Gylfa eins og sér Styrmir ýjar að því að fólk í kringum Gylfa hafi haft áhrif á ákvörðun hans um að semja við Víking og hér að ofan eru nefndar tilvitnanir í bróður hans og föður í hlaðvarpi. Þá drógu Blikar sig úr samningaviðræðum við Gylfa vegna krafna um greiðslur sem félagið var ekki tilbúið að fallast á. Um niðurstöðuna segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals: „Það er mat leikmannsins og beggja klúbba hvort þau nái lendingu sem er ásættanleg bæði fyrir klúbbinn og leikmanninn. Það virðist vera að það hafi verið Víkingar og leikmaður sem ákveða að hann endi þar. En ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki,“ „Heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar,“ bætir Styrmir við. Spurður um nánari skýringar á þessu er hann áfram loðinn í svörum: „Menn verða bara að horfa í gegnum þetta. Það verður væntanlega einhver umfjöllun um þetta í einhverjum hlaðvörpum,“ segir Styrmir. Leikmenn og stjórn ósátt við Gylfa Eftir það sem gekk á í síðustu daga og fjölmiðlarokið í kringum framtíð Gylfa í fjölmiðlum og hlaðvörpum ákváðu Valsmenn að gefa eftir um helgina. Félagið gaf út yfirlýsingu í hádeginu í gær þar sem sagði að Gylfi hefði gerst sekur um ákveðinn trúnaðarbrest gagnvart félaginu og samherjum í liðinu. Talið væri best fyrir alla að hann yfirgæfi félagið. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram,“ segir Styrmir um framgöngu Gylfa á laugardag. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu síðustu daga vegna framtíðar Gylfa hjá Val. Skeyti hafa flogið hingað og þangað en mörgum virtist ljóst að hann væri í ferðahug. Klippa: Gekk á ýmsu bakvið tjöldin við skipti Gylfa Í Valsheimilinu gekk sitthvað á en líka svo miklu víðar. Á fréttagólfum landsins og í hlaðvarpshljóðverum. Hjörvar Hafliðason, sem rekur hlaðvarpið Dr. Football, var einskonar málpípa Gylfa Þórs, þó í gegnum fjölskyldu hans þar sem vitnað var sí og æ í bróður hans og föður varðandi framtíð leikmannsins. Styrmir segir Gylfa í raun hafa komið beiðnum sínum til félagsins á framfæri með þeim hætti en aldrei formlega beðið félagið sjálft um sölu. Hann furðar sig á samskiptunum. „Við höfðum ekkert sérstakan áhuga á að Gylfi færi. En við fengum skilaboð í gegnum fjölmiðla og hlaðvörp þó að bein beiðni leikmanns hafi aldrei komið um að fá að fara. En við höfum fylgst með fjölmiðlum eins og aðrir og þá var ekkert annað heldur en að fara í málið og afgreiða það á sem ásættanlegastan máta fyrir félagið. Fyrir mitt leyti og fyrir hönd stjórnarinnar og stuðningsmanna að ég held, þá er niðurstaðan mjög góð fyrir félagið,“ segir Styrmir í samtali við íþróttadeild. Gylfi hvorki upphaf né endir Vals Fékkst skýring á því af hverju Gylfi vildi yfirgefa félagið? „Það hafa verið ýmsar skýringar sem við höfum heyrt, hingað og þangað, en hann segir hagsmunum hans sé betur borgið annars staðar en hjá Val. Við virðum þá skoðun. Við erum stórveldi í íslenskri íþróttasögu og það mun ekkert breytast. Félagið er stofnað 1911 og koma Gylfa til Vals er hvorki upphaf né endir á sögu Vals. Félagið er miklu stærra en einn leikmaður og við erum að vinna að langtíma vegferð fyrir klúbbinn,“ segir Styrmir. Aðilar tengdir Gylfa sem fara þessa leið Styrmir segir þá að honum þætti eðlilegra að eiga samskipti beint við Gylfa en ekki við fjölskyldumeðlimi hans í gegnum fjölmiðla og hlaðvörp. Hann segir að Gylfi hafi sagst vilja vera áfram hjá Val þegar hann ræddi við leikmanninn fyrir skemmstu. Skilaboðin utan frá segi aðra sögu. Ertu ósáttur við framgöngu Gylfa í þessu máli? „Það er náttúrulega alltaf eðlilegra að menn eigi heiðarleg og opin samskipti. Eins og ég sagði við hann á sínum tíma og spurði: „Viltu fara í Víking?“ Hann sagði við mig þá að það væri best og auðveldast fyrir hann að vera áfram í Val. Svo heldur þetta áfram og fer í gegnum fjölmiðla og það var einhver leið sem þeir aðilar sem standa að honum ákveða að fara. Þá var ekkert annað fyrir okkur að tækla málið út frá okkur,“ segir Styrmir. Blikar fagmannlegri en Víkingar Hvortveggja Breiðablik og Víkingur fengu tilboð samþykkt í Gylfa líkt og Vísir greindi frá í gærmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis dró Breiðablik sig til baka úr samningsviðræðum við leikmanninn vegna þeirra krafna sem voru gerðar. Gylfi hafi viljað greiðslur sem Blikar hafi ekki verið tilbúnir að skuldbinda sig til. Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals.Vísir/Ívar Óaðspurður segir Styrmir frá fagmennsku Breiðabliks: „Við fórum bara ákveðna vegferð og áttum frábær samskipti og mjög fagmannleg við Breiðablik og ég virði að minnsta kosti það að þeir komu mjög fagmannlega að þessu máli,“ segir Styrmir. En er hann þá ósáttur við framgang Víkings? „Það er ljóst að Víkingar hafa verið að bera víurnar í hann og ekki átt samtal við okkur beint síðan í október, að mig minnir. Það hafa bara komið tölvupóstar með tilboðum. En í lokin voru bara fín samskipti á milli félaganna,“ segir Styrmir. Samkvæmt alþjóðlegum reglum þarf félag að samþykkja tilboð áður en samningsviðræður annars félags við leikmann – formlegar eða óformlegar – geta átt sér stað. Andar þá köldu milli Vals og Víkings eftir skiptin? „Eftir þetta? Nei, alls ekki. Ég óska þeim til hamingju með að hafa fengið Gylfa til sín. Ég taldi rétt að hann færi héðan. Það er mat stjórnar. Hann velur að fara í Víking og þá bara óska ég þeim til hamingju með það,“ segir Styrmir. Ekki ákvörðun Gylfa eins og sér Styrmir ýjar að því að fólk í kringum Gylfa hafi haft áhrif á ákvörðun hans um að semja við Víking og hér að ofan eru nefndar tilvitnanir í bróður hans og föður í hlaðvarpi. Þá drógu Blikar sig úr samningaviðræðum við Gylfa vegna krafna um greiðslur sem félagið var ekki tilbúið að fallast á. Um niðurstöðuna segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals: „Það er mat leikmannsins og beggja klúbba hvort þau nái lendingu sem er ásættanleg bæði fyrir klúbbinn og leikmanninn. Það virðist vera að það hafi verið Víkingar og leikmaður sem ákveða að hann endi þar. En ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki,“ „Heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar,“ bætir Styrmir við. Spurður um nánari skýringar á þessu er hann áfram loðinn í svörum: „Menn verða bara að horfa í gegnum þetta. Það verður væntanlega einhver umfjöllun um þetta í einhverjum hlaðvörpum,“ segir Styrmir. Leikmenn og stjórn ósátt við Gylfa Eftir það sem gekk á í síðustu daga og fjölmiðlarokið í kringum framtíð Gylfa í fjölmiðlum og hlaðvörpum ákváðu Valsmenn að gefa eftir um helgina. Félagið gaf út yfirlýsingu í hádeginu í gær þar sem sagði að Gylfi hefði gerst sekur um ákveðinn trúnaðarbrest gagnvart félaginu og samherjum í liðinu. Talið væri best fyrir alla að hann yfirgæfi félagið. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram,“ segir Styrmir um framgöngu Gylfa á laugardag. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira