Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 11:40 Martin Hermannsson á ferðinni í leik gegn Tyrkjum fyrir ári síðan. Getty/Arife Karakum Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í körfubolta fyrir leikina sem ráða því hvort Ísland verður með í lokakeppni EM sem hefst í lok ágúst. Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira