Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:15 Alma Möller segir niðurstöðuna góða, skynsamlega og mikilvæga. Vísir/Einar Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira