Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Íslensku félögin þurfa að greiða 280.000 krónur til KKÍ til að fá leikheimild fyrir hvern erlendan leikmann sem kemur til landsins. vísir/Jón Gautur Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Hannes S. Jónssonar, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambands Íslands, við fyrirspurn Vísis. Erlendir leikmenn hafa streymt til landsins í vetur og þar á meðal leikmenn með ferilskrár sem varla hafa sést á Íslandi. Til að mynda leikmenn sem spilað hafa í NBA-deildinni, EuroLeague og gríska landsliðinu, einu af bestu landsliðum Evrópu. Fyrir hvern leikmann sem íslensku félögin fá til sín þurfa þau að greiða sérstakt gjald til KKÍ svo að þeir fái leikheimild. Fyrir erlenda leikmenn er það 280.000 krónur, nema að hann sé þegar skráður á Íslandi en þá er gjaldið 190.000 krónur. Auk þess eru greiddar 17.000 krónur fyrir félagaskipti í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna, og 2.000 krónur í öðrum meistaraflokkum og yngri flokkum. Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta var opinn frá júní á síðasta ári og fram til síðustu mánaðamóta. Á þessum tíma vörðu íslensk félög 41.140.000 krónum í leikheimildir fyrir erlenda leikmenn og 2.631.000 krónum í félagaskipti. Tæpar sex milljónir fara til FIBA Vísir spurði jafnframt um það í hvað þessir peningar færu. Hluti af upphæðinni fer til FIBA. Nú þegar hafa rúmlega 4 milljónir af fyrrgreindum 41.140.000 krónum verið greiddar til FIBA en lokareikningur þaðan kemur í apríl og segir Hannes að gera megi ráð fyrir að FIBA fái 1,7 - 2 milljónir í viðbót, eða sem sagt hátt í sex milljónir króna. Eftir standa þá um 38 milljónir króna sem KKÍ notar í sinn rekstur og nefnir Hannes að peningarnir fari í: Að hluta að reka skrifstofu KKÍ en gera má ráð fyrir að vinna eingöngu við félagaskipti/leikheimildir sé hálft stöðugildi á ársgrundvelli. Það er mismikill tími sem fer í vinnu við leikheimildir erlendra leikmanna og er ýmislegt sem getur útskýrt það. Að greiða niður kostnað við afreks/landsliðsstarfið. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari Hannes S. Jónssonar, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambands Íslands, við fyrirspurn Vísis. Erlendir leikmenn hafa streymt til landsins í vetur og þar á meðal leikmenn með ferilskrár sem varla hafa sést á Íslandi. Til að mynda leikmenn sem spilað hafa í NBA-deildinni, EuroLeague og gríska landsliðinu, einu af bestu landsliðum Evrópu. Fyrir hvern leikmann sem íslensku félögin fá til sín þurfa þau að greiða sérstakt gjald til KKÍ svo að þeir fái leikheimild. Fyrir erlenda leikmenn er það 280.000 krónur, nema að hann sé þegar skráður á Íslandi en þá er gjaldið 190.000 krónur. Auk þess eru greiddar 17.000 krónur fyrir félagaskipti í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna, og 2.000 krónur í öðrum meistaraflokkum og yngri flokkum. Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta var opinn frá júní á síðasta ári og fram til síðustu mánaðamóta. Á þessum tíma vörðu íslensk félög 41.140.000 krónum í leikheimildir fyrir erlenda leikmenn og 2.631.000 krónum í félagaskipti. Tæpar sex milljónir fara til FIBA Vísir spurði jafnframt um það í hvað þessir peningar færu. Hluti af upphæðinni fer til FIBA. Nú þegar hafa rúmlega 4 milljónir af fyrrgreindum 41.140.000 krónum verið greiddar til FIBA en lokareikningur þaðan kemur í apríl og segir Hannes að gera megi ráð fyrir að FIBA fái 1,7 - 2 milljónir í viðbót, eða sem sagt hátt í sex milljónir króna. Eftir standa þá um 38 milljónir króna sem KKÍ notar í sinn rekstur og nefnir Hannes að peningarnir fari í: Að hluta að reka skrifstofu KKÍ en gera má ráð fyrir að vinna eingöngu við félagaskipti/leikheimildir sé hálft stöðugildi á ársgrundvelli. Það er mismikill tími sem fer í vinnu við leikheimildir erlendra leikmanna og er ýmislegt sem getur útskýrt það. Að greiða niður kostnað við afreks/landsliðsstarfið.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira