Lífið

Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efsta­leitinu í risa­stóra lúxussvítu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þormóður fékk aðstoð frá Rut Káradóttur við hönnun íbúðarinnar.
Þormóður fékk aðstoð frá Rut Káradóttur við hönnun íbúðarinnar.

Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Þormóði Jónssyni markaðsmanni í íbúð hans í Efstaleitinu í Reykjavík.

Húsið er nokkuð þekkt í borginni. Það var byggt árið 1985 og hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma.

Blokkin er heldur betur óhefðbundin og má meðal annars finna heita potta, sundlaug, nuddstofu og íþróttasal í byggingunni.

Þau hjónin Þormóður og Sigríður Garðarsdóttir vildu minnka við sig og selja falleg einbýlishús við Sunnuflöt í Garðabæ þar sem þau bjuggu síðan 1996. Sigríður, sem var alltaf kölluð Sirrý, barðist aftur á móti við krabbamein frá árinu 2018 og lést í ágúst árið 2023. Því kláraði Þormóður verkið í Efstaleitinu og er í dag kominn með kærustu.

Þau Sirrý voru gift í tæplega þrjátíu ár og eignuðust saman fjögur börn. Þegar Þormóður fjárfesti í eigninni voru allar innréttingar upprunalegar. Allt mjög vel gert en stóðst ekki lengur tímans tönn eins og hann orðar það sjálfur.

Rut Káradóttir hannaði íbúðina sem má segja að sé í dag risastór hótelsvíta. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Heimsókn sem er á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum.

Klippa: Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxusvítu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.