Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 15:27 Trump fylgist með X litla bora í nefið á blaðamannafundi í tengslum við sparnaðarstofnunina DOGE. Getty Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið