Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 09:00 Sigurður Ingimundarsson er mættur aftur í þjálfun og tekin við bæði karla- og kvennaliði Keflavíkur Vísir/Einar Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. Nú er Sigurður orðinn þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins sem hafa bæði verið í brasi. Það var fyrr á tímabilinu sem Sigurður var fenginn inn til að taka við kvennaliði Keflavíkur og hefur það nú unnið alla þrjá leiki sína undir hans stjórn. Mætt í toppbaráttu og framundan stórslagur gegn toppliði Hauka um komandi helgi. Í síðustu viku var Sigurður síðan ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur út tímabilið. Liðið er í basli í 10.sæti deildarinnar og á hættu á að komast ekki í úrslitakeppni. Sigurður mun því stýra báðum liðum út yfirstandandi tímabil hið minnsta. Fyrsta þjálfarastarfið síðan árið 2016 en Sigurður hefur engu gleymt. „Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan en það hlýtur að vera,“ Segir Sigurður. „Ég var aldrei hættur í alvöru og hef stundum verið ansi nálægt því að koma til baka en einhvern veginn ekki fundið það rétta þar til núna. Óvænt.“ Og það rétta er náttúrulega bara félagið þitt. Keflavík. „Það er ástæðan fyrir því að ég kom til baka.“ Fyrsta skipti stressaður á ævinni Er þetta enn sami gamli körfuboltinn og þegar að þú varst síðast að þjálfa árið 2016? Eða hefurðu þurft að breyta þinni nálgun í þjálfun? „Það eru náttúrulega alls konar skoðanir á því hvort að körfuboltinn sé mikið breyttur eða ekki. Ég held að menn ráði því hvað þeim finnst um það. Þegar að ég er að þjálfa vil ég bara ákveðinn körfubolta. Hann verður spilaður hjá mér.“ En hvernig var fyrir þig að mæta aftur inn í þetta umhverfi? Inn á æfingar og í leiki eftir nokkur ár frá boltanum. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá leist mér ekkert rosalega vel á þetta og var svona næstum því, í fyrsta skipti á ævinni, stressaður. En frá fyrstu æfingu var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er ótrúlega skrítið. Bara kom strax. Þannig að þú upplifðir bara sömu gömlu tilfinningarnar? „Já og fyrir mér er körfubolti alltaf bara körfubolti.“ Keflavíkurhrokinn á undanhaldi? Keflvísk lið Sigurðar hafa jafnan verið sigursæl en það er ekki síður Keflavíkurhrokinn sem hefur einkennt þau lið, hroki sem hefur dofnað yfir einhvern tíma núna. „Sumir kalla þetta Keflavíkurhroka en ég er sammála þeim sem ræða það og segja sum einkenni sem hafa verið hér síðustu mjög mörg ár og einkennt Keflavíkur lið, bæði karla og kvenna, hafi dofnað. Eitt af hlutverkum okkar er að koma þeim aftur svolítið sterkar inn, hægt og rólega.“ Hér hafa menn yfirleitt spilað fyrir félagið sitt og gert það af eins miklum krafti og þeir geta og því fylgir eitt og annað sem við værum til í að sjá meira af.“ Sami maður og rúmlega það Tæpur áratugur frá hringiðu körfuboltans í þjálfarastarfinu og í Gazinu. Körfuboltahlaðvarpi í umsjón fyrrverandi lærisveina Sigurðar í landsliðinu, þeirra Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar var því velt upp hvort það væri of langur tími liðinn frá því að Sigurður Ingimundar hefði verið sá Sigurður Ingimundar sem þeir þekktu, sá sem sparkaði upp hurðinni og keyrði menn í gang. „Pavel og Helgi eru skemmtilegir og miklir snillingar. En hvort ég sé sami maður. Já og bara rúmlega það. Það er bara þannig.“ „Er bara í manni, fer aldrei“ En gæti hann haldið áfram í starfi fram yfir yfirstandandi tímabil? „Maður á aldrei að segja aldrei en pælingin er ekki þannig í dag. Við reynum bara að fara eins langt og við getum á þessu tímabili, svo verður staðan tekin. En mér finnst ógeðslega gaman og geggjað að vera kominn aftur í þetta. Ég er spenntur og kátur. Það er eitthvað.“ Hvað er það við körfuboltann sem dregur þig að? „Ég veit það ekki. Þetta er bara í manni. Fer aldrei. Ég er viss um að margir sem eru búnir að sitja lengi hjá og ekki enn farnir að taka þátt. Það er eitthvað sem kallar í þá. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri koma til baka.“ Ég skynja hjá þér að þjálfarinn í þér, löngunin að fara meir í þjálfun er enn til staðar? „Það er til staðar og hefur aldrei farið. Jafnvel er ég bara verri ef eitthvað.“ Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Nú er Sigurður orðinn þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs félagsins sem hafa bæði verið í brasi. Það var fyrr á tímabilinu sem Sigurður var fenginn inn til að taka við kvennaliði Keflavíkur og hefur það nú unnið alla þrjá leiki sína undir hans stjórn. Mætt í toppbaráttu og framundan stórslagur gegn toppliði Hauka um komandi helgi. Í síðustu viku var Sigurður síðan ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur út tímabilið. Liðið er í basli í 10.sæti deildarinnar og á hættu á að komast ekki í úrslitakeppni. Sigurður mun því stýra báðum liðum út yfirstandandi tímabil hið minnsta. Fyrsta þjálfarastarfið síðan árið 2016 en Sigurður hefur engu gleymt. „Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan en það hlýtur að vera,“ Segir Sigurður. „Ég var aldrei hættur í alvöru og hef stundum verið ansi nálægt því að koma til baka en einhvern veginn ekki fundið það rétta þar til núna. Óvænt.“ Og það rétta er náttúrulega bara félagið þitt. Keflavík. „Það er ástæðan fyrir því að ég kom til baka.“ Fyrsta skipti stressaður á ævinni Er þetta enn sami gamli körfuboltinn og þegar að þú varst síðast að þjálfa árið 2016? Eða hefurðu þurft að breyta þinni nálgun í þjálfun? „Það eru náttúrulega alls konar skoðanir á því hvort að körfuboltinn sé mikið breyttur eða ekki. Ég held að menn ráði því hvað þeim finnst um það. Þegar að ég er að þjálfa vil ég bara ákveðinn körfubolta. Hann verður spilaður hjá mér.“ En hvernig var fyrir þig að mæta aftur inn í þetta umhverfi? Inn á æfingar og í leiki eftir nokkur ár frá boltanum. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá leist mér ekkert rosalega vel á þetta og var svona næstum því, í fyrsta skipti á ævinni, stressaður. En frá fyrstu æfingu var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er ótrúlega skrítið. Bara kom strax. Þannig að þú upplifðir bara sömu gömlu tilfinningarnar? „Já og fyrir mér er körfubolti alltaf bara körfubolti.“ Keflavíkurhrokinn á undanhaldi? Keflvísk lið Sigurðar hafa jafnan verið sigursæl en það er ekki síður Keflavíkurhrokinn sem hefur einkennt þau lið, hroki sem hefur dofnað yfir einhvern tíma núna. „Sumir kalla þetta Keflavíkurhroka en ég er sammála þeim sem ræða það og segja sum einkenni sem hafa verið hér síðustu mjög mörg ár og einkennt Keflavíkur lið, bæði karla og kvenna, hafi dofnað. Eitt af hlutverkum okkar er að koma þeim aftur svolítið sterkar inn, hægt og rólega.“ Hér hafa menn yfirleitt spilað fyrir félagið sitt og gert það af eins miklum krafti og þeir geta og því fylgir eitt og annað sem við værum til í að sjá meira af.“ Sami maður og rúmlega það Tæpur áratugur frá hringiðu körfuboltans í þjálfarastarfinu og í Gazinu. Körfuboltahlaðvarpi í umsjón fyrrverandi lærisveina Sigurðar í landsliðinu, þeirra Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar var því velt upp hvort það væri of langur tími liðinn frá því að Sigurður Ingimundar hefði verið sá Sigurður Ingimundar sem þeir þekktu, sá sem sparkaði upp hurðinni og keyrði menn í gang. „Pavel og Helgi eru skemmtilegir og miklir snillingar. En hvort ég sé sami maður. Já og bara rúmlega það. Það er bara þannig.“ „Er bara í manni, fer aldrei“ En gæti hann haldið áfram í starfi fram yfir yfirstandandi tímabil? „Maður á aldrei að segja aldrei en pælingin er ekki þannig í dag. Við reynum bara að fara eins langt og við getum á þessu tímabili, svo verður staðan tekin. En mér finnst ógeðslega gaman og geggjað að vera kominn aftur í þetta. Ég er spenntur og kátur. Það er eitthvað.“ Hvað er það við körfuboltann sem dregur þig að? „Ég veit það ekki. Þetta er bara í manni. Fer aldrei. Ég er viss um að margir sem eru búnir að sitja lengi hjá og ekki enn farnir að taka þátt. Það er eitthvað sem kallar í þá. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri koma til baka.“ Ég skynja hjá þér að þjálfarinn í þér, löngunin að fara meir í þjálfun er enn til staðar? „Það er til staðar og hefur aldrei farið. Jafnvel er ég bara verri ef eitthvað.“
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira