Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar