Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2025 20:52 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra við setningu Alþingis í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. Kristrún hóf ræðuna á að óska þingmönnum til hamingju með kjör þeirra, og sagði að nú myndu verkin tala. Ný ríkisstjórn gengi samstíga til verka, það væri von í lofti og væntingar til nýrrar stjórnar. Hún sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stutta og skýra, líkt og hafi tíðkast áður fyrr. Sú yfirlýsing byggðist á trausti og væri laus við tilraunir til að binda niður „allt og alla með málalengingum og orðskrúði“. Nýtt verklag nýrrar stjórnar Ný ríkisstjórn hafi notað tímann frá stjórnarmyndun til þess að gefa tóninn, hrista upp í hlutunum og finna leiðir til að virkja þjóðina með sér. „Sem hefur nú skilað sér í 10 þúsund tillögum um hagsýni í ríkisrekstri – frá almenningi, atvinnurekendum, stéttarfélögum og stjórnendum og starfsfólki hins opinbera. Takk. Takk fyrir að taka þátt og taka þessu svona vel. Ég veit að við munum ná árangri saman – og ég sé að verkefnið er þegar farið að skila árangri, með því að seytla um stjórnkerfið og samfélagið allt,“ sagði Kristrún. Nýtt verklag stjórnarinnar birtist einnig í breyttu sniði á samvinnu stjórnarflokkanna, að sögn Kristrúnar, sem nefndi máli sínu til stuðnings reglulega sameiginlega þingflokksfundi ríkisstjórnarflokkanna. Einhugur um allt „Og það gleður mig að greina frá því, forseti, að það er full eining í þessari ríkisstjórn um öll þau mál sem birtast í þingmálaskrá sem fylgir stefnuræðu minni sem forsætisráðherra. Það er ánægjulegt, eftir það sem á undan hefur gengið og lofar góðu fyrir uppbyggilegt starf hér á Alþingi,“ sagði Kristrún. Hún nefdi meðal annars frumvarp um stöðugleikareglu, hagræðingaraðgerðir sem feli í sér að engin ný útgjöld verði á árinu nema hagræðing eða tekjur komi á móti inn í ríkissjóð. Hagræðingarhópur muni síðan skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar um hagsýni í ríkisrekstri síðar í þessum mánuði. Gripið verði til bráðaaðgerða vegna óstöðugleika á húsnæðismarkaði, með því að taka styrkari stjórn á skammtímaleigu til ferðamanna, tryggja skilvirkari framkvæmd við veitingu hlutdeildarlána, lækka fjármögnunarkostnað hjá húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða og liðka fyrir uppbyggingu einingahúsa. Fjöldi stórra velferðarmála Kristrún boðaði að meðferðarúrræðum yrði ekki lokað í sumar, enda færi fíknisjúkdómurinn ekki í sumarfrí. Þar að auki yrðu stigin skref að bættum kjörum öryrkja og eldra fólks, meðal annars með því að tryggja að aldursviðbót öryrkja héldist ævilangt en ekki aðeins til 67 ára aldurs, með stofnun stöðu hagsmunafulltrúa eldra fólks og með því að stöðva kjaragliðnun launa og lífeyris með lögum. Kristrún boðaði einnig frumvarp til breytinga á fæðingarorlofskerfinu. „En stóra einstaka velferðar- og mannréttindamálið sem ríkisstjórnin leggur fram í vor er það að við ætlum, loksins, að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það verður stór stund og þýðingarmikil fyrir okkur sem þjóð.“ Hyggjast höggva á hnútinn í orkumálum Kristrún tiltók einnig fjölda aðgerða til þess að auka verðmætasköpun í atvinnulífi og réttlæti í auðlindanýtingu. „Við ætlum að höggva á hnútinn í orkumálum og verðum með að minnsta kosti fjögur stór þingmál í vor sem snúa að orkuöflun: Frumvarp strax á fyrstu dögum þings til að eyða óvissu Hvammsvirkjun og aðrar mikilvægar framkvæmdir. Orkuforgangur almennings verður á dagskrá, ásamt umfangsmiklu einföldunarfrumvarpi til að hraða og samræma málsmeðferð í leyfisveitingu, án þess að slá af kröfum um umhverfisvernd og almannasamráð . Og svo verður lögð fram rammaáætlun þar sem virkjunarkostir verða flokkaðir í verndarflokk eða nýtingarflokk sa tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar,“ sagði Kristrún. Undirbúningur væri einnig hafinn að frumvarpi til heildarlaga um loftslagsmál sem lagt yrði fyrir þingið næsta haust, sem og samgönguáætlun. Breytingar á veiðigjaldi og strandveiðikerfi Kristrún sagði þá að styrkja ætti strandveiðar, og tryggja þær til 48 daga á sumri. Þar að auki yrðu gerðar breytingar á veiðigjaldi. „Til að það endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti,“ sagði Kristrún. Vill byggja upp traust við kennara Í menntamálum verði nokkur mikilvæg frumvörp lögð fram. Meðal annars um nýtt fyrirkomulag við námsmat í grunnskólum og sömuleiðis um námsgögn – sem snúi bæði að fjölbreyttu framboði og því að gera námsgögn gjaldfráls í áföngum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námslánakerfinu verði breytt þannig að hluti lána breytist í styrk í lok annar. „Og þó að forsætisráðherra komi ekki með beinum hætti að gerð kjarasamning hefur þessi ríkisstjórn lýst sig reiðubúna til að liðka fyrir samningum við kennara, með því að standa einhuga að því að flýta virðismatsmeðferð, og með því að flýta aðgerðum í menntamálum. Til að taka á breyttri stöðu í skólasamfélaginu, og bæta aðstæður kennara og nemenda. Við skiljum þörfina, og við skiljum líka að traustið er laskað. Nú þarf að að byggja það upp að nýju,“ sagði Kristrún. Í heilbrigðismálum sagði Kristrún að til stæði að breyta reglugerðum til að draga úr skriffinsku, og taka upp rafræna sjúkraskrá. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar á heilbrigðismál muni birtast með skýrum hætti í fyrstu fjárlögum á haustþingi. Minntist Ólafar Töru Kristrún sagði viðsjárverða tíma á alþjóðavísu, þar sem margir hefðu áhyggjur af stöðu mannréttinda. Hún lýsti því yfir að ríkisstjórnin myndi ekki gefa tommu eftir þegar kæmi að mannréttindum hinsegin fólks, kvenna, jaðarsettra eða annarra. Í samhengi alþjóðamála væru Íslendingar heppnir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, sem utanríkisráðherra. Hún væri reynslumesti stjórnarliðinn, og sennilega mesti reynslubolti íslenskra stjórnmála. „Við verðum einnig að líta okkur nær og horfast í augu við að ofbeldi er ein stærsta ógnin í lífi kvenna og sameinast um að uppræta það. Í dag var Ólöf Tara Harðardóttir baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi jarðsungin og var það enn ein áminningin um að kynbundið ofbeldi er faraldur sem hefur skelfilegar afleiðingar fyrir líf og heilsu kvenna, aðstandenda þeirra og samfélagið allt. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að taka fast á kynbundu ofbeldi og styrkja réttarkerfið.“ „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ Kristrún sagðist stolt af nýrri ríkisstjórn, sem væri ólík nokkurri annarri í sögu þjóðarinnar. Ekki vegna þess að Samfylkingin væri stærsti flokkurinn á þingi, eða vegna þess að þrjár konur væru í forystu. „Heldur vegna þess að við erum kraftmikil og samstíga ríkisstjórn með sterkt umboð til breytinga, þar sem tveir af þremur stjórnarflokkum voru stofnaðir árið 2016, fyrir 9 árum, og annar þessara flokka var stofnaður á stofugólfinu hjá stoltum öryrkja, baráttukonu á miðjum aldri, sem er lögblind og fékk ekki agnarögn af forréttindum í meðgjöf en skellti sér á skólabekk um fimmtugt til að læra lögfræði. Og hefur þegar náð ótrúlegum árangri í sinni baráttu fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins, öryrkja og eldra fólk. Og nú er hún hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra,“ sagði Kristrún og vísaði þar til Ingu Sæland. „Hvar annars staðar en á Íslandi? Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst? Og sýnir þetta ekki hvers konar samfélag við eigum hérna saman og hvað við höfum að verja? Sama hvað hver segir og burtséð frá pólitískum skoðunum, þá megum við öll vera hreykin af þessu samfélagi sem við höfum byggt og stolt af Ingu Sæland. Þetta er stórt. Og við höfum verk að vinna. Hæstvirtur forseti, þingmenn, ráðherrar. Megi okkur öllum ganga sem best að standa undir ábyrgð okkar og skyldum gagnvart fólkinu í landinu,“ sagði Kristrún að lokum. Að svo búnu gekk Kristrún aftur til sætis síns í þingsalnum, við hlið áðurnefndrar Ingu Sæland, og faðmaði hana. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Sjá meira
Kristrún hóf ræðuna á að óska þingmönnum til hamingju með kjör þeirra, og sagði að nú myndu verkin tala. Ný ríkisstjórn gengi samstíga til verka, það væri von í lofti og væntingar til nýrrar stjórnar. Hún sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stutta og skýra, líkt og hafi tíðkast áður fyrr. Sú yfirlýsing byggðist á trausti og væri laus við tilraunir til að binda niður „allt og alla með málalengingum og orðskrúði“. Nýtt verklag nýrrar stjórnar Ný ríkisstjórn hafi notað tímann frá stjórnarmyndun til þess að gefa tóninn, hrista upp í hlutunum og finna leiðir til að virkja þjóðina með sér. „Sem hefur nú skilað sér í 10 þúsund tillögum um hagsýni í ríkisrekstri – frá almenningi, atvinnurekendum, stéttarfélögum og stjórnendum og starfsfólki hins opinbera. Takk. Takk fyrir að taka þátt og taka þessu svona vel. Ég veit að við munum ná árangri saman – og ég sé að verkefnið er þegar farið að skila árangri, með því að seytla um stjórnkerfið og samfélagið allt,“ sagði Kristrún. Nýtt verklag stjórnarinnar birtist einnig í breyttu sniði á samvinnu stjórnarflokkanna, að sögn Kristrúnar, sem nefndi máli sínu til stuðnings reglulega sameiginlega þingflokksfundi ríkisstjórnarflokkanna. Einhugur um allt „Og það gleður mig að greina frá því, forseti, að það er full eining í þessari ríkisstjórn um öll þau mál sem birtast í þingmálaskrá sem fylgir stefnuræðu minni sem forsætisráðherra. Það er ánægjulegt, eftir það sem á undan hefur gengið og lofar góðu fyrir uppbyggilegt starf hér á Alþingi,“ sagði Kristrún. Hún nefdi meðal annars frumvarp um stöðugleikareglu, hagræðingaraðgerðir sem feli í sér að engin ný útgjöld verði á árinu nema hagræðing eða tekjur komi á móti inn í ríkissjóð. Hagræðingarhópur muni síðan skila af sér tillögum til ríkisstjórnarinnar um hagsýni í ríkisrekstri síðar í þessum mánuði. Gripið verði til bráðaaðgerða vegna óstöðugleika á húsnæðismarkaði, með því að taka styrkari stjórn á skammtímaleigu til ferðamanna, tryggja skilvirkari framkvæmd við veitingu hlutdeildarlána, lækka fjármögnunarkostnað hjá húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða og liðka fyrir uppbyggingu einingahúsa. Fjöldi stórra velferðarmála Kristrún boðaði að meðferðarúrræðum yrði ekki lokað í sumar, enda færi fíknisjúkdómurinn ekki í sumarfrí. Þar að auki yrðu stigin skref að bættum kjörum öryrkja og eldra fólks, meðal annars með því að tryggja að aldursviðbót öryrkja héldist ævilangt en ekki aðeins til 67 ára aldurs, með stofnun stöðu hagsmunafulltrúa eldra fólks og með því að stöðva kjaragliðnun launa og lífeyris með lögum. Kristrún boðaði einnig frumvarp til breytinga á fæðingarorlofskerfinu. „En stóra einstaka velferðar- og mannréttindamálið sem ríkisstjórnin leggur fram í vor er það að við ætlum, loksins, að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það verður stór stund og þýðingarmikil fyrir okkur sem þjóð.“ Hyggjast höggva á hnútinn í orkumálum Kristrún tiltók einnig fjölda aðgerða til þess að auka verðmætasköpun í atvinnulífi og réttlæti í auðlindanýtingu. „Við ætlum að höggva á hnútinn í orkumálum og verðum með að minnsta kosti fjögur stór þingmál í vor sem snúa að orkuöflun: Frumvarp strax á fyrstu dögum þings til að eyða óvissu Hvammsvirkjun og aðrar mikilvægar framkvæmdir. Orkuforgangur almennings verður á dagskrá, ásamt umfangsmiklu einföldunarfrumvarpi til að hraða og samræma málsmeðferð í leyfisveitingu, án þess að slá af kröfum um umhverfisvernd og almannasamráð . Og svo verður lögð fram rammaáætlun þar sem virkjunarkostir verða flokkaðir í verndarflokk eða nýtingarflokk sa tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar,“ sagði Kristrún. Undirbúningur væri einnig hafinn að frumvarpi til heildarlaga um loftslagsmál sem lagt yrði fyrir þingið næsta haust, sem og samgönguáætlun. Breytingar á veiðigjaldi og strandveiðikerfi Kristrún sagði þá að styrkja ætti strandveiðar, og tryggja þær til 48 daga á sumri. Þar að auki yrðu gerðar breytingar á veiðigjaldi. „Til að það endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti,“ sagði Kristrún. Vill byggja upp traust við kennara Í menntamálum verði nokkur mikilvæg frumvörp lögð fram. Meðal annars um nýtt fyrirkomulag við námsmat í grunnskólum og sömuleiðis um námsgögn – sem snúi bæði að fjölbreyttu framboði og því að gera námsgögn gjaldfráls í áföngum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námslánakerfinu verði breytt þannig að hluti lána breytist í styrk í lok annar. „Og þó að forsætisráðherra komi ekki með beinum hætti að gerð kjarasamning hefur þessi ríkisstjórn lýst sig reiðubúna til að liðka fyrir samningum við kennara, með því að standa einhuga að því að flýta virðismatsmeðferð, og með því að flýta aðgerðum í menntamálum. Til að taka á breyttri stöðu í skólasamfélaginu, og bæta aðstæður kennara og nemenda. Við skiljum þörfina, og við skiljum líka að traustið er laskað. Nú þarf að að byggja það upp að nýju,“ sagði Kristrún. Í heilbrigðismálum sagði Kristrún að til stæði að breyta reglugerðum til að draga úr skriffinsku, og taka upp rafræna sjúkraskrá. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar á heilbrigðismál muni birtast með skýrum hætti í fyrstu fjárlögum á haustþingi. Minntist Ólafar Töru Kristrún sagði viðsjárverða tíma á alþjóðavísu, þar sem margir hefðu áhyggjur af stöðu mannréttinda. Hún lýsti því yfir að ríkisstjórnin myndi ekki gefa tommu eftir þegar kæmi að mannréttindum hinsegin fólks, kvenna, jaðarsettra eða annarra. Í samhengi alþjóðamála væru Íslendingar heppnir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, sem utanríkisráðherra. Hún væri reynslumesti stjórnarliðinn, og sennilega mesti reynslubolti íslenskra stjórnmála. „Við verðum einnig að líta okkur nær og horfast í augu við að ofbeldi er ein stærsta ógnin í lífi kvenna og sameinast um að uppræta það. Í dag var Ólöf Tara Harðardóttir baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi jarðsungin og var það enn ein áminningin um að kynbundið ofbeldi er faraldur sem hefur skelfilegar afleiðingar fyrir líf og heilsu kvenna, aðstandenda þeirra og samfélagið allt. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að taka fast á kynbundu ofbeldi og styrkja réttarkerfið.“ „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ Kristrún sagðist stolt af nýrri ríkisstjórn, sem væri ólík nokkurri annarri í sögu þjóðarinnar. Ekki vegna þess að Samfylkingin væri stærsti flokkurinn á þingi, eða vegna þess að þrjár konur væru í forystu. „Heldur vegna þess að við erum kraftmikil og samstíga ríkisstjórn með sterkt umboð til breytinga, þar sem tveir af þremur stjórnarflokkum voru stofnaðir árið 2016, fyrir 9 árum, og annar þessara flokka var stofnaður á stofugólfinu hjá stoltum öryrkja, baráttukonu á miðjum aldri, sem er lögblind og fékk ekki agnarögn af forréttindum í meðgjöf en skellti sér á skólabekk um fimmtugt til að læra lögfræði. Og hefur þegar náð ótrúlegum árangri í sinni baráttu fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins, öryrkja og eldra fólk. Og nú er hún hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra,“ sagði Kristrún og vísaði þar til Ingu Sæland. „Hvar annars staðar en á Íslandi? Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst? Og sýnir þetta ekki hvers konar samfélag við eigum hérna saman og hvað við höfum að verja? Sama hvað hver segir og burtséð frá pólitískum skoðunum, þá megum við öll vera hreykin af þessu samfélagi sem við höfum byggt og stolt af Ingu Sæland. Þetta er stórt. Og við höfum verk að vinna. Hæstvirtur forseti, þingmenn, ráðherrar. Megi okkur öllum ganga sem best að standa undir ábyrgð okkar og skyldum gagnvart fólkinu í landinu,“ sagði Kristrún að lokum. Að svo búnu gekk Kristrún aftur til sætis síns í þingsalnum, við hlið áðurnefndrar Ingu Sæland, og faðmaði hana.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Sjá meira