Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 07:01 Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun