Farrell hefur leikið í fjöldanum öllum af kvikmyndum og þáttum frá árinu 1995. Á þessum tíma var hann hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Phone booth.
Árið 2004 stuttu áður en Spelling giftist leikaranum Charlie Shanian rakst hún á Farrell á W hótelinu í Los Angeles. Vinkonur hennar mönuðu hana til þess að fara upp að honum og þurfti hún ekki að hugsa sig tvisvar um þrátt fyrir að vera trúlofuð.
„Á þessum tíma var hann súperstjarna en ég mundi svo vel eftir því að hafa hitt hann í áheyrnaprufum áratugi fyrr.“
Spelling var ekki lengi að koma sér að efninu þegar hún var komin upp að sjarmatröllinu.
„Við horfðum á hvort annað, hann sagði hæ, ég sagði hæ og svo fórum við í hörku sleik á miðju W hótelinu. Við héldum bara áfram að kyssast í dágóða stund fyrir framan fullt af fólki.“
Þá bætir hún við að glápið frá fólki sem gekk fram hjá og öfund í augum margra hafi gert þessa upplifun enn þýðingarmeiri fyrir henni.
„Ég gleymi aldrei þegar augun okkar mættust fyrst í þessum áheyrnarprufum löngu áður. Þessi koss var áratug í bígerð og ég náði að krossa út eitt af mínum markmiðum,“ segir hún hlæjandi.