Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2025 22:39 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira