Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2025 22:39 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira