„Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun