Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2025 11:00 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Lyf Rekstur hins opinbera Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun