Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 06:42 Trump ræðir við blaðamenn um borð í Air Force One. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn við kolann frá því að hann sór embættiseiðinn fyrir rúmri viku síðan en í gær undirritaði hann nokkrar forsetatilskipanir til viðbótar þeim tugum sem hann gaf út í síðustu viku. Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira