85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:02 Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun