85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:02 Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun