Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 25. janúar 2025 13:32 Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun