KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 10:35 Nimrod Hilliard og Sigtryggur Arnar Björnsson í rimmu. Vísir/Anton Brink Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið? Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn