Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. janúar 2025 07:31 Trump segist ætla að þvinga Pútín til þess að "semja" um stríðið í Úkraínu. (AP Photo/Ben Curtis Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira