Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 14:31 Ljósabekkjum á Íslandi hefur farið fækkandi á síðustu árum. Getty Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu tólf mánuði á Íslandi er nú fimm prósent og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022. Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Á vef Geislavarna segir að einnig fækki ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var 2023. Þá hafi fjöldi ljósabekkja á Íslandi verið 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. „Það vekur athygli að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós hafi lækkað á milli kannana þá sýna niðurstöðurnar að þeir sem fara á annað borð í ljós fara oftar í ljós núna en árið 2022. Meðalfjöldi skipta sem svarendur hafa farið í ljós á sl. 12 mánuðum fer úr 0,2 skiptum upp í 0,6 skipti. Þar ber mest á því að fleiri fara vikulega eða oftar í ljós: Árið 2022 var hlutfallið 0% en er nú 0,7%. Einnig eru fleiri sem fara í ljós 1-3 sinnum í mánuði. Árið 2022 var hlutfallið 0,1% en er nú 0,4%. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið frá upphafi mælinga á hlutfalli fullorðinna sem notuðu ljósabekki á undangengum 12 mánuðum. Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á Íslandi á þriggja ára fresti frá árinu 2005 og var síðasta talning gerð í lok árs 2023. Þá voru samtals 16 staðir sem seldu almenningi aðgang að ljósabekkjum með samtals 86 ljósabekki, þar af 64 á höfuðborgarsvæðinu og 22 utan þess. Myndin að neðan sýnir hvernig fjöldi ljósabekkja á Íslandi hefur þróast frá árinu 2005. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um ráðleggingar gegn notkun ljósabekkja og hana má finna hér. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja hefur verið í gildi á Íslandi frá janúar 2011,“ segir á vef Geislavarna. Heilsa Heilbrigðismál Ljósabekkir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Hlýnandi veður Veður Fleiri fréttir Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Sjá meira
Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Á vef Geislavarna segir að einnig fækki ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var 2023. Þá hafi fjöldi ljósabekkja á Íslandi verið 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. „Það vekur athygli að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós hafi lækkað á milli kannana þá sýna niðurstöðurnar að þeir sem fara á annað borð í ljós fara oftar í ljós núna en árið 2022. Meðalfjöldi skipta sem svarendur hafa farið í ljós á sl. 12 mánuðum fer úr 0,2 skiptum upp í 0,6 skipti. Þar ber mest á því að fleiri fara vikulega eða oftar í ljós: Árið 2022 var hlutfallið 0% en er nú 0,7%. Einnig eru fleiri sem fara í ljós 1-3 sinnum í mánuði. Árið 2022 var hlutfallið 0,1% en er nú 0,4%. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið frá upphafi mælinga á hlutfalli fullorðinna sem notuðu ljósabekki á undangengum 12 mánuðum. Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á Íslandi á þriggja ára fresti frá árinu 2005 og var síðasta talning gerð í lok árs 2023. Þá voru samtals 16 staðir sem seldu almenningi aðgang að ljósabekkjum með samtals 86 ljósabekki, þar af 64 á höfuðborgarsvæðinu og 22 utan þess. Myndin að neðan sýnir hvernig fjöldi ljósabekkja á Íslandi hefur þróast frá árinu 2005. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um ráðleggingar gegn notkun ljósabekkja og hana má finna hér. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja hefur verið í gildi á Íslandi frá janúar 2011,“ segir á vef Geislavarna.
Heilsa Heilbrigðismál Ljósabekkir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Hlýnandi veður Veður Fleiri fréttir Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Sjá meira