

Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu tólf mánuði á Íslandi er nú fimm prósent og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku.
Sólbaðsstofan Sælan hefur lokað stöðum sínum og hefur fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.
Um átta prósent ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára notuðu ljósabekk einu sinni eða oftar á árinu 2023. Þetta er svipað hlutfall og árið 2016 en árið 2011 var sett á 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja á Íslandi.
Merki eru um að ungmenni sæki í síauknum mæli í ljósabekki. Húðlæknir segir markaðsetningu villandi en dæmi séu um að sólbaðstofur auglýsi ljósabekki sem sagðir eru auka collagen framleiðslu húðarinnar og séu d-vítamínbætandi. Hún telur að banna ætti ljósabekkjanotkun algjörlega hér á landi.
„Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu.
Ljósabekkirnir í Íþróttamiðstöðinni í Garði, sem reknir eru af sveitarfélaginu Suðurnesjabæ, verða ekki endurnýjaðir.
Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks.
Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019.