Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 12:47 Fjöldi ljósabekkja í rekstri á landinu jókst milli talninga í fyrsta skipti frá árinu 2005. getty images Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks. Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Geislavarnir ríkisins telja ljósabekki á landinu á þriggja ára fresti. Samkvæmt nýjustu talningunni sem var gerð í lok árs 2020 voru fjögur íþróttahús á vegum sveitarfélaga með slíka bekki innanhúss. Tveir bekkir voru í íþróttahúsinu í Garði og einn bekkur á Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Síðan hefur Vopnafjörður fjarlægt sinn bekk og bekkurinn á Djúpavogi bilaði fyrir nokkrum mánuðum. Bekkirnir í Garði og Seyðisfirði eru enn starfræktir. Hættulegra fyrir yngra fólk Eitthvað hefur borið á því að börn undir 18 ára aldri noti ljósabekki hér á landi. „Okkur hafa borist ábendingar um að einstaklingar yngri en 18 ára hafa notað ljósabekki á sólbaðsstofum sem er bara gegn lögum þannig það er alls ekki gott,“ segir Edda Lína Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. Vinsældir slíkra bekkja virðast hafa aukist hjá ungu fólki síðustu ár eftir að dregið hafði verulega úr henni eftir vitundarvakningu sem varð í kring um aldamótin. „Ef það er raunin þá er það áhyggjuefni. Við vitum að útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að nota ekki ljósabekki nema þá í læknisfræðilegum tilgangi,“ segir Edda Lína. Vilja loka bekkjunum Greint var frá því á Vísi í morgun að bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hefðu krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þeir segja rekstur bekkjanna engan veginn samræmast markmiðum sveitarfélagsins um að stuðla að heilsueflandi samfélagi. „Hættan á húðkrabbameini eykst við notkun ljósabekkja. En hættan er meiri því fyrr sem að maður byrjar að nota ljósabekki. Þannig að það er þá hættumeira fyrir yngra fólk,“ segir Edda Lína.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Múlaþing Ljósabekkir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira