Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 10:30 Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun