Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. janúar 2025 06:53 Trump hefur verið iðinn síðustu tvo daga og gefið út fjölda umdeildra tilskipana. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur. Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur.
Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira