Innlent

Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suður­lands­vegi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Slysið varð á Suðurkandsvegi. Myndin er úr safni.
Slysið varð á Suðurkandsvegi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þriggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi klukkan eitt í dag. Um var að ræða tvo fólksbíla og smárútu sem lentu saman.

Í þessum bílum voru sextán manns. Fjórir þeirra voru fluttir á Heilbrigðsstofnun Suðurlands. 

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann veit ekki hvernig líðan fólksins er.

Suðurlandsvegi var lokað um tíma, en hefur verið opnaður á ný, en vinnu á vettvangi er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×