Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 20. janúar 2025 12:02 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar