Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 20. janúar 2025 12:02 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar